Kirkjuritið - 01.02.1966, Side 30
Ágúst Sigur&sson:
Elska
ræða við prestsvígslu í Hóladómkirkju
20 júní 1965
Textinn: 1. Jóli. 4. 16—21.
Af þessnm orðvmi Jóhannesar megum vér draga þrefaldau
lærdóm. I fyrsta lagi um elsku Gu&s. í annan stað áhrif breytn■
innar og enn eSli og samrœmi elsku og breytni.
Guð er kærleikurinn sagði texti vor. Þannig er lýst eSli Guðs.
gjafarans mikla, sem elskar mennina að fyrra bragði og sýnir
svo mikinn kærleika, að vér megum kallast Guðs börn. Kær'
leikurinn er frá Guði kominn og hver, sem elskar, er af Guði
fæddur, því að liann er uppspretta og orsök alls kærleika. Ein'
kenni guðs-samfélags vors er kærleikurinn til náungans. En vér
elskum ekki með orði og ekki lieldur með tungu, heldur í verki
og sannleika. t elskunni hver til annars, í bróðurelskunni, sýníi
mennirnir stöðugleika sinn í Guði. Þannig fullkomnast kær-
leikur trúarinnar, að vér tökum dæmi Krists og miðlum öðruni
því góða, eftir því sem oss veitist gæfa til. Græðum, ef hönd
vor getur líknað. Miskunnum, ef lmgsun vor greinir mildina
gegnum hið ytra bvrði. Öll elskufull hugsun oji góð verk vor
eru því háð hvort Guð gefur oss liæfileikann til bróðurlegrar
umhyggju og réttsýni.
Hinir lærðu hafa verið að predika um kærleikann og skáld-
in að kveða um hann og ljóða. Engin kærleiksboðun og ekkert
ljóð um elskuna tekur fram hinum forkveðna óð í 1. Korintu-
hréfi, sem æ er nefnt, er lengst er hér til jafnað. Jóhannes er
nefndur postuli kærleikans, Páll postuli trúarinnar. Því fvndist