Kirkjuritið - 01.01.1967, Blaðsíða 32
26
KIRKJURITIÐ
biskupi lil lílúr<íískra tilrauna. Stúdentum flutti ég erindiskorn
um íslenzkt kirkjulíf og vona, að ]>eir liafi orft'ið einlivers vís-
ari, enda voru þeir spurulir og áhugasamir.
Tveir aðstoðarbiskupar eru í Southwellstifti, enda er það
geysifjölmennt. Þáðum við boð að þeim báðum.
Dómkirkjan í Southwell, mikil og forn, þykir eitt fegursta
Iiús á Englandi. Hún er ríkulega liagnýtt. Höfuðprýðin í tíða-
Iialdi þessa fagra helgidóms er fámennur úrvalskór skóla-
drengja og er söngur hans í kirkjunni liður í söngnámi þeirra.
Þótti mér liann ekki standa rnikið að liaki hinum heimsfræga
drengjakór í Kings College kapellu í Camhridge.
Sunnudaginn 12. des. prédikaði ég í Southwell-dómkirkju.
Aður en við héldum lieimleiðis fórum við til Camhridge til
fundar við þá prófessorana Nurser og Lampe, en þeir eru eins
og stendur lielztu menn í þeirri nefnd, sem af enskri liálfu
sækir reglubundna viðræðufundi við skandínavíska guðfræð-
inga.
Öll var Jiessi fiir okkur til óblandinnar ánægju, enda allt til
þess gert af liálfu gistivina okkar, að svo mætti verða, ])ótt dag-
arnir væru strangir og ferðir sem þessar séu ekki áre.ynslulaus-
ar. Þetta hoð var lítill þáttur í þeirri viðleitni kristinna bræðra
nútímans að styrkja tiltrú og hræðrabönd, smávægilegur ])áll-
ur í mjög stóru samhengi og á mælikvarða lieimskristninnar,
en tákn góðvildar í garð íslenzku kirkjunnar og tillitssemi, sem
vér megum meta mikils. Vona ég og, að á eftir fari nánari
kynni kirkna í milli, til örvunar og frjóvgunar íslenzku kirkju-
lífi.
Handhæg og aðgengileg hók um anglikönsku kirkjuna er
Anglicanism eftir Steplien Neill ÍPelican Books A 421). Einnig
vil ég henda á: A. M. Ramsey: From Gore to Temple. The
Developement of Anglican Theology 1889- 1939, 3. prentun,
Longmans 1962.