Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1967, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.01.1967, Blaðsíða 9
Sigurbjörn Einarsson: Vakna þú, semsefur Prédikun á nýársdag 1967 Vakna þú sem sefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér. Efes. 5,14. I. Vakna þú, sem sefur, segir postulinn. Orð lians eru ekki stíl- uð á nýársdagsmorgun í Reykjavík og þeini er ekki miðað neitt serstaklega á Islendinga, sem eru svefnþung þjóð suma morgna, ser í lagi á lielgum, en líklega aldrei fremur en 1. janúar. Svefninn, sem Páll hafði í huga, var annað en morgundrungi eftir háværa nótt. Og birtan, sem kallaði, var ekki skammdegis- skírna, heldur morgunsár nýrrar aldar, nýrrar tilveru. Sól var UPP komin, Jesús Kristur, ljósið úr heimi hinnar eilífu birtu. Joiin voru komin og páskarnir síðan og hvítasunnan, Jesús Kristur var fæddur og risinn upp frá dauðum, ríki heilags anda hans var risið af grunni í heimi tímans, skammdegi sögunnar ' ar liðið hjá, þau hvörf orðin, sem skiptu þáttum og örlögum 1 sögu mannkyns. Þess vegna talar I)áll og aðrir, sem sjá þennan nýja dag. Vakna þú, rís upp. Það er óþægilegt kall þeim, sem þarf að sofa, óvelkomin rödd þeim, sem kvíðir degi. En það er líknandi rödd, ef þú verður að vakna eða deyja ella. Það er ekki þægilegt, þegar vekjaraklukkan glyrnur og rífur þig upp úr djúpum svefni og kvaðir og kvíðaefni komandi dags eða minningar liðinnar nætur sækja að þér í svefnrofunum eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.