Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1967, Page 9

Kirkjuritið - 01.01.1967, Page 9
Sigurbjörn Einarsson: Vakna þú, semsefur Prédikun á nýársdag 1967 Vakna þú sem sefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér. Efes. 5,14. I. Vakna þú, sem sefur, segir postulinn. Orð lians eru ekki stíl- uð á nýársdagsmorgun í Reykjavík og þeini er ekki miðað neitt serstaklega á Islendinga, sem eru svefnþung þjóð suma morgna, ser í lagi á lielgum, en líklega aldrei fremur en 1. janúar. Svefninn, sem Páll hafði í huga, var annað en morgundrungi eftir háværa nótt. Og birtan, sem kallaði, var ekki skammdegis- skírna, heldur morgunsár nýrrar aldar, nýrrar tilveru. Sól var UPP komin, Jesús Kristur, ljósið úr heimi hinnar eilífu birtu. Joiin voru komin og páskarnir síðan og hvítasunnan, Jesús Kristur var fæddur og risinn upp frá dauðum, ríki heilags anda hans var risið af grunni í heimi tímans, skammdegi sögunnar ' ar liðið hjá, þau hvörf orðin, sem skiptu þáttum og örlögum 1 sögu mannkyns. Þess vegna talar I)áll og aðrir, sem sjá þennan nýja dag. Vakna þú, rís upp. Það er óþægilegt kall þeim, sem þarf að sofa, óvelkomin rödd þeim, sem kvíðir degi. En það er líknandi rödd, ef þú verður að vakna eða deyja ella. Það er ekki þægilegt, þegar vekjaraklukkan glyrnur og rífur þig upp úr djúpum svefni og kvaðir og kvíðaefni komandi dags eða minningar liðinnar nætur sækja að þér í svefnrofunum eins

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.