Kirkjuritið - 01.12.1968, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ
479
leiddu til þess að liann komst á þá skoðun, að þær sýndu
ovéfengjanlega að unnt væri að liafa samband við framliðna
Oienn. Upprisutrúin gæti því orðið mönnum staðreynd. Það
öiundi boða nýjan dag í kirkjunni og auka á öryggið um fram-
tíð liennar.
Ég vona að ég túlki liér rétt skoðun prófessors Haralds.
Hitt er jafn víst að fjöldinn mun enn efa og rengja þessar
fullyrðingar og verður svo lengst af, að menn vilja sjálfir
taka á.
Ég legg bér engan dóm á.
En það játa ég hiklaust að livað sem niðurstöðum sálar-
rannsóknanna líður er mér óskiljanlegt, að óguðlegt geti verið
að leita sannleikans á öllum sviðum og eins og mönnum er
mögulegt.
Það dregur ekkert úr fagnaðarboðskapnum né mikilvægi
upprisu Krists í mínum huga, þótt sálarrannsóknir séu efldar
s_em mest í öllu tilliti, það er sannarlega kominn tími til þess.
Óþekktasta álfan er sennilega í okkar eigin buga.
Og engan hef ég lieyrt eða vitað tala með meiri lotningu og
þakklæti um Jesúm Krist en Harald Níelsson.
Öryggi lians um upprisu frelsarans knúði hann til boðunar
sinnar og efldi ábrifamátt hans, sem fæstir voru ósnortnir af,
sem lionum kynntust.
Ólíklegt annað en þess verði minnst meðan kristni er kennd
ú þeirri tungu, sem nú er töluð, hvernig liann brýndi menn
að lifa árin með útsýn til eilífðarinnar.
Séra Haraldi Níelssyni var vel farið til bkama og sálar.
Hann var karlmannlega vaxinn, fríður sýnum, bjartleitur,
manna bezt eygur.
Hann var tvíkvæntur og átti börn með báðum konum sínum.
Sú fyrri var Bergljót, dóttir Sigurðar prófasts Gunnarssonar í
Stykkishólmi. Um bana kvað sr. Matthías að liún væri „liljan
Ijúfa.. . sem dó svo ung og fríð.“
Hin síðari, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, lifir enn. Lands-
kunn bæfileika kona, er víða befur komið við sögu.
Það stóð mikill styrr um séra Harald Níelsson lengst af.
Hann gekk líka liiklaus og ótrauður á hólm við það, sem
þann vildi berja niður.
Þeir dr. Jón Helgason, síðar biskup, brutu í öndverðu „nýju