Kirkjuritið - 01.12.1968, Blaðsíða 42
Eysteinn Eymundsson:
Gott og illt
Hvað er gott op liv'að er illt? Þannig livgg ég að margur lnigs-
andi maður spyrji sjálfan sig bæði fyrr og síðar og er það að
vonum.
Nú munu margir segja: Gott og illt, já, er nokkur vandi að
svara þeirri spurningu? Er ekki allt vont, sem varðar við lög,
svo sem manndráp, þ jófnaður, rán, svik o. s. frv. að ég nefni
ekki styrjaldir? Já styrjaldir, þegar ég nefni þær get ég aldrei
lofað gjafarann allra góðra hluta nóg fyrir það, að við Islend-
ingar erum lausir við allar þær miklu hörmungar, sem þær hafa
í för ineð sér, því enda þótt við liöfum heyrt og lesið um þær,
lield ég samt að við getum ekki gert okkur í hugarlund allai'
l>ær eymdir, sem af þessu leiða.
Hins vegar munt þú spyrja: Gott, já, er ekki öll líknar-
starfsemi góð, og allt sem miðar að því að bæta lífskjör manna
og fegra mannlífið? Jú, vissulega, en málið er að mínum
dómi ekki svona einfalt.
Það er haft eftir mér vitrari manni, að hann liafi oft spurt
menn þessarar spurningar og enginn getað svarað henni.
Nú ætla ég samt að reyna að svara henni, en tek það fram,
að ég ætla mér ekki þá dul að ég sé liér að koma með neitt
nýtt, aðeins segja mína skoðun. Þótt heyrst hafi raddir frá
kennimönnum kirkjunnar um þetta þá hefur þar að mínum
dómi ekki verið kveðið nógu fast að orði í þessu afar mikil-
vægu máli sem skiptir okkur öll svo miklu. Víst er það erfitt
fyrir okkur, veikar og ófullkomnar mannverur, að tileinka
oss eðli þess, og liegða okkur í samræmi við það þótt þad
hljóti svo að vera.