Kirkjuritið - 01.12.1968, Síða 25

Kirkjuritið - 01.12.1968, Síða 25
KinKJURITIÐ 487 Maðurinn er annað hvort lierra liennar eða þræll. Haldist ekki þroski mannvitsins ofí manngæzkunnar í hend- ur við tækniframfarimar er lireinn voði vís. Þá fer mannlífinu líkt og jurt sem hleypur í njóla. Ytri ofvöxturinn verður tákn dauðameinsins. Þess vegna er uggvekjandi livað flest hugvísindin era nú í minni metum og afræktari en raunvísindin almennt talað. Mörg andleg fræði era ótrúlega vanrækt og jafnvel niður týnd, líkt og ýmiss fornkvæði. Og mestur hluti huglandanna liggur ókannaður, þótt stefnt sé að því að komast til tunglsins. Það er ekki víðsýni eða djúpskyggni að ætla trúarbrögðin úr gildi gengin og sjálfa trúna úrelta sakir tækninnar. Mér virðist liin forna Fróðasögn sé órækt vitni um fásinni sh'kra kenninga: þess vegna er hún rifjuð hér upp: — Sonur Friðleifs (konungs í Danmörku) hét Fróði, liann tók konungdóm eftir föður sinn í þann tíð, er Agústus keisari lagði frið of lieim allan; þá var Kristur borinn. En fyrir því að Fróði var allra konunga ríkastur á Norðurlöndum, þá var honum kenndur friðurinn um alla danska tungu, og kalla menn það Fróðafrið. Enginn maður grandaði öðrurn, þótt liann hitti fyrir sér föðurhana eða bróðurbana lausan eða bundinn. Þá var og engi þjófur eða ránsmaður, svá að gullliringur einn lá á J alangurslieiði lengi. Fróði konungur sótti heimboð í Svíþjóð til þess konungs, er Fjölnir er nefndur, þá keypti hann ambátt- ir tvær, er hétu Fenja og Menja; þær voru miklar og sterkar. 1 þann tíma fannsk í Danmörku kvernsteinar tveir svá miklir að engi var svá sterkur, að dregið gæti; en sú náttúra fylgdi kvernunum, að það mólsk á kverninni, sem sá mælti fyrir, er mól. Sú kvern hét Grótti. Hengikjöptur er sá nefndur, er Fróða konungi gaf kvernina. Fróði konungur lét leiða ambátt- irnar til kvernarinnar og bað þær mala gull og svá gerðu þær, mólu fyrst gull og frið og sælu Fróða; þá gaf hann þeim eigi lengri hvíld eða svefn en gaukurinn þagði eða liljóð mátti kveða. Það er sagt, að þær kvæði ljóð þau, er kallað er Grótta- söngur og er þetta upphaf að: Nú erum komnar til konungs liúsa framvísar tvær k

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.