Kirkjuritið - 01.12.1968, Blaðsíða 26
488
KIRKJURITIÐ
Fenja og Menja;
Þær eni að Fróða
Friðleifs sonar,
máttkar meyjar,
að mani liafðar.
Og áður létti kvæðinu, mólu þær lier að Fróða, svd að á
þeirri nótt kom þar sá sækonungur, er Mýsingur liét, og drap
Fróða, tók þar herfang mikið, þá lagðisk Fróðafriður. Mýs-
ingur liafði með sér Grótta og svá Fenju og Menju og bað
þær mala salt; og að miðri nótt spurðu þær, ef eigi leiíldisk
Mýsingi salt. Hann bað þær mala lengur. Þær mólu litla
hríð, áður niður sökk skipið, og var þar eftir svelgur í liafinu,
er særinn fellur í kvernaraugað. Þá varð sær saltur.
Kvikmynd nefnd „Saga mannkynsins“ var ekki alls fyrir
löngu sýnd í sjónvarpinu. Hún dró upp dæmi um hina ævar-
andi baráttu liins góða og illa í mannssálunum og áhrif hennar
að á heimsmálin. Sá dómur féll í lokin að málin stæðu þannig,
að ef til vill skæri framtíðin skjótlega úr því, hvort mennirnir
tortímdu sér eða sæktu lengra fram á við fyrir sigurmátt þess
góða, sem einmitt er kjarni allra trúarbragða. Og skýrast hef-
ur hirst og áhrifaríkast í kenningu og lífi Jesú Krists.
Frirmyndar félagsskapur
er nýrisinn á legg liérlendis og nefnist Tcnglar. Ungt náms-
fólk liefur aðalforystuna og leggur mest af mörkum. Tilgangur-
inn er sá að koma öðrum til hjálpar. Sérstaklega geðsjúkl-
ingum. Höfuðstarfsemin að stofna til kynna við taugaveiklað
fólk og geðsjúkt innan og utan sjúkrahúsa og aðstoða það
með orði og verki eftir föngum.
Á fám mánuðum hafa Tenglar færst furðu mikið í aukana
og þegar unnið gott og fagurt starf. Auk beinna áhrifa hafa
þeir beinlínis opnað augu almennings fyrir því, liversu geð-
sjúkdómar liafa færst óhugnanlega í vöxt á síðari árum hér
sem um víða veröld. Og live brýn þörfin er á nýjum sjúkra-
heimilum og fleiri geðlæknum.
Æ fleiri styðja kröfurnar um úrbætur á þessu sviði. Og ekki
vafasamt að margir meta starf Tengla og vilja veita þeim nokk-
urt lið.