Kirkjuritið - 01.12.1968, Blaðsíða 8
KIRKJURITIÐ
470
á henni, dregst liula yfir kærleika Guðs. Því að svo elskaði Guð
heiminn, að hann liugsaði — nei, að liann sagði — nei. Svo
eru ekki orð ritningarinnar. Heldur: „Því að svo elskaði Guð
heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn. Og það er ofur ein-
falt mál, að ef tilvera Jesú Krists liófst á þeirri stundu, er liann
fæddist á þessa jörð, þá hefði enginn sonur verið til á himnunv
til að gefa og senda í fyllingu tímans. Vér kynnumst því, hví-
líkt djúp móðurástin felur í sér, af þeim anda sjálfsfórnunar,
sem hún sýnir og aldrei bregzt. Vér sannfærumst um, hversu
ættjarðarvinuriini elskar land sitt, þegar hann er fvis að leggja
líf sitt í sölurnar fyrir það. Og með sama liætti kynnumst vér
elsku Guðs, ekki af fegurð sumarblíðu né fjallahláma, lieldur
af sjálfsfórnarverki, sem er undursamlegra en jafnvel það, er
móðurelska og föðurlandsást fá afrekað. Það er ekki nægilegt
að segja mér, að Guð elski mig. Ég hefi séð of mikið af þraut
og kvöl og sárum hörmum í lífinu til þess. Ef telja á oss trú
um, að Guð láti sér annt um oss, þá verður að sýna oss franv
á, að hann hafi lagt það í sölurnar fyrir oss, sem honum var
dýrmætt. Og það verður aldrei unnt, ef Kristur átti enga for-
tilveru hjá Guði; ef liann hafði ekki elskað soninn, áður en
stjömurnar urðu til. Þá var enginn sonur til að senda og gefa
í fylling tímans. Ef þér sviftið burtu fortilveru Krists, þá verð-
ur elska Guðs ekki annað en ágizkan manna og lieilabrot. Ér
verð þá að finna liana í viðburðum lífsins, og sumir þeirra
eru svo blóðugir, að mér liættir við að draga aðra ályktun af
þeim. Þá verð ég að vinna verk mitt, ganga á móti sérhverri
raun lífsins, hera þjáning mína og byrði og síðast þola dauða?
án þess að hafa annað að styðjast við í þessari skuggatilveru
en skuggann af þrá minni og grun vonar minnar. Vinir mínir!
Það er ekki sú trú, sem gerir rnenn að sigurvegurum. En ver
vinnum meira en sigur fyrir liann, sem elskaði oss. Það þarf
að vera meira en tilgáta — vér þurfum að vita það með vissu-
Og um þá mikilvægu staðreynd fæst engin fullkomin vissa, ef
enginn hefir stigið niður til vor, ef orðið liefir aldrei orðið
hold og búið meðal mannanna.
Vér getum snúið oss að náttúrunni og spurt: „Er Guð kær-
leikur?“ Og náttúran sýnir oss jarðskjálfta, æðandi vinda og
liaf, sem kollvarpa völtum fleyjum veikra manna og hylja
líkami þeirri í öldunum. Náttúran sýnir oss oftlega miskunn-