Kirkjuritið - 01.12.1968, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.12.1968, Blaðsíða 9
KIRKJUIIITIÐ 471 arleysi. Vér snúum oss að lífi Jesú sjálfs op væntum þar að sjá vott um elsku Guðs. En sjá, kross og um síðir þetta hróp: ,,Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ — En svo elskaði Guð heiminn að liann gaf sinn eingetinn son. Ef þér getið trúað því, að þessi orð birti oss hjarta sögunnar, þá getum vér látið bíða að fá lausn á mörgu, unz aftur eldir og morguninn kemur. En þau orð eru meiningarlaus og styðjast ekki við neinn veruleika, ef Kristur byrjaði að vera til, þá er liann fæddist hér í heimi. 1 öðru lagi, ef vér missum sjónar á fortilveru Krists, þá dregst liula yfir hið dýrlegasta við líf Krists. Ég neita því ekki að fegurð þess liafi mikil áhrif á oss fyrir því, en það fyllir oss eigi framar eins mikilli lotningu, og ríkidómur náðarinnar rýrnar. Því að náð drottins vors Jesú ICrists var vissulega ekki í því fólgin, að hann var fátækur. Náð drottins vors Jesú Krists er í þessu fólgin, að þótt hann ríkur vœri, þá gjörðist liann vor vegna fátækur. Það er þetta, sem gagntekið hefir hjörtu manna og fyllt þau lotningu — ekki það, að liann, sem þeir tilbáðu, var þjónn heldur hitt, að þótt liann væri í Guðs mynd, tók hann á sig þjónsmynd af fúsum vilja. Þér.munið eftir frá- sögn N. tm. um fótaþvottinn. Þegar kveldmáltíðinni var lokið, lagði J esús af sér yfirhöfnina, tók líndúk og þvoði fætur læri- sveina sinna. Það er smámynd af því þjónslífi, er þá var nær því á enda hér á jörðu. Og það sem fyllt hefir menn lotningu, er þeir hafa hugsað um þjónsstarf Krists, er ekki lítilmótleik- ur vinnunnar, heldur það, að til þess að gefa sig að þjónsstarf- inu og beygja sig yfir stritið, hafði hann lagt af sér yfirhöfn eilífðarinnar. Ef þér ætlið að niiða allt við fæðinguna í Betle- hem og telja allt frá þeirri stundu, þá verður fátt eftir nema fátækt Krists. Hann er þá einn af þeim hetjuhóp, sem hafa þjónað og barist liraustlega við kreddufestu og hleypidóma og horið lægra hlut fyrir ofureflinu. Þótt slík karlmennska veki æfinlega aðdáun, þá var það ekki hrifningin út af slíku, sem grundvallaði kristindóminn og umbreytti hjörtum manna og kveikti aðdáun aldanna. Þér þekkið náð drottins vors Jesú Krists að hann þótt ríkur væri, gjörðist yðar vegna fátækur, til þess að þér auðguðust af fátækt lians. Hið undursamlega við bann, sem gagntók hjörtu mannanna, var ekki fátæktin; það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.