Kirkjuritið - 01.12.1970, Page 43

Kirkjuritið - 01.12.1970, Page 43
KIRKJURITIÐ 473 safni er varðveittur skírnarfontur sem einnig var gjöf séra Sveins til Holtskirkju. Fonturinn er frá árinu 1594, þýzkur að uppruna og ber áletrun á lágþýzku. A fatinu í skírnarfont- 'num er mynd af syndafallinu. Aðrir munir tveir em í þjóðminjasafninu, komnir úr Holts- kirkju; Paxspjald eitt frá katólskum sið og forkunnarfögur lágmynd af móður Önnu og Maríu með Jesúbarnið. Þykir liún mikil gersemi og hefur dr. Kristján Eldjárn ritað um liana í bók sinni í „100 ár í Þjóðminjasafni“. Þá er í kirkjunni koparljósahjálmur auk margra annarra binna ágætustu muna svo sem liátíðahökull nýr úr gullbrokade. Orgelbarmonium var keypt nýtt á þessu ári. Góðar myndir eru þar varðveittar af prestum þeim, sem þar liafa þjónað, að undanskildum þjónandi presti, séra Lárusi b. Guðmundssyni. En þeir eru: séra Stefán Stepliensen frá 1855—1884, séra Janus Jónsson frá 1884—1908, séra Páll Stepli- ensen frá 1908—1929, séra Jón Ólafsson frá 1929—1963. Að lokum skal þess getið að Flateyrarsókn var skipt úr Holtssókn 1936, er kirkja reis á Flateyri. Margt mætra manna og kvenna liafa lagt hönd á plóginn í safnaðarstarfinu. Núverandi sóknarnefnd skipa: Giiðmundur lngi Kristjánsson, Kirkjubóli, sem jafnframt er meðbjálpari °g hringjari, Brynjólfur Árnason Vöðlum og Jóhannes Krist- jansson Hjarðardal. Safnaðarfulltrúi er Ilalldór Kristjánsson, Kirkjubóli. Séra Stefán Eggertsson færði Holtssókn árnaðaróskir í tilefni Þinamótanna, en séra Lárus Þ. Guðmundsson þakkaði gestum boniuna. Góðar gjafir bárust, m. a. 10 þúsund krónur frá Ólafi Hjálm- arssyni og Ragnlieiði Guðmundsdóttur frá Mosvöllum og börn- lmi þeirra, en þau hjónin voru gift þann sama dag fyrir 40 árum í Holtskirkju. i'á bárust og 10 þúsund krónur frá Stefáni Pálssyni og Guðrúnu Össurardóttur frá Kirkjubóli í Korpudal og börnum þeirra. Hátíðin fór hið bezta fram í livívetna. Fór það saman, virðu- leiki og gleði ungra sem aldinna. Er ekki að efa, að slíkir i'átíðisdagar eru mjög til eflingar kirkjulegu starfi, þar sem þeim verður við komið hverju sinni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.