Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1970, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.12.1970, Qupperneq 44
GuSmundur Jósafatsson frá BrandsstöSum: Fyrsta „gangan til prestsins“ Fyrsta „gangan til prestsins“ mun flestum svo lílill þáttur ■ lífssögu þeirra, að líklegt er að lieldur fáir liafi lagt það á sig að geyma hana í minni sér langa ævi. Þó er það svo, að liún er mér enn svo Ijós að flest annað frá þeim tímum er fölara. Ég var á tólfta árinu. Hafði byrjað á kverinu litlu eftir veturnætur þá 11 ára en þótti gróflega tornæmur á það og ekki víst hvort flónska eða leti réðu þar meira. Mér voru þessar takmarkanir vel 1 jósar en þær urðu mér h'tið að áliyggjuefinnn í öndverðu. En seint á jólaföstu var mér sagt að ég ætti að fara að ganga lil prestsins eftir liátíðamar. Þessi tilkynning olli mér talsverðum kvíða. En það stóð skammt. Enginn nefndi kverið um jólin og þá var ástæðulaust fyrir mig að nmna eftir j)ví. Það bókstaflega gleymdist með öllu. Eftir þrettándann var ég minntur á |)að á ný. Á fimmtudag var mér svo tilkynnt að nú ætti ég að „ganga til prestsins“ á sunnudaginn. Það var 2. sunnudag eftir j)rettánda. Þessi vitneskja varð mér al- varan lioldi klædd. „Nii kemur letin J)ér í koll“ fylgdi frétt- inni. Því var samt ekki að neita, að þarna var líka nokkurt tilhlökkunarefni. Ég átti vísan talsvert álitlegan krakkahóp á mínu reki til kirkjunnar. Þar var því nokkur von um leik? sem sveitahörnum voru ])á hið mesta eftirlæti, einkum ] j>eim sem fátt áttu leiksystkina. En þetta var ekki nema annar þáttur kirkjuferðarinnar. Hinn snéri að „göngunni til presls- ins“. Hún var áliyggjuefnið. Ég var minntur á kverið — og letina, ])að var ój)arfi. Ég vissi um hana og viðurkenndi, en hafði engan tíma til að lesa J)á fyrr en um kvöldið. Þurfti að fylgja ánum í hagann, og úr lionum. En ég tók til við lesturinu ])egar búið var að kveikja um kvöldið. Hann gekk allvel fyrst. En ósköp hafði ég lesið stutt, þegar ég fór að telja á fingrum mér, hversu margir strákar voru líklegir til að koma að Víði- mýri á sunnudaginn. Þeir gátu vel orðið sjö. Þannig gekk

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.