Kirkjuritið - 01.06.1975, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.06.1975, Blaðsíða 8
gjör á Skálholtshátíð 20. júlí. Mag. Brynjólfur hélt minnisstæðar presta- stefnur, eins og kunnugt er, að vísu ekki heima hér í Skálholti — stað- urinn er ekki sérstaklega tengdur prestastefnuhaldi, þær voru kvaddar saman á ýmsum stöðum og höfðu líka annað hlutverk en orðið hefur á síð- ustu tímum. Brynjólfur hélt sínar reglu- bundnu prestastefnur á Þingvelli um alþingistímann. En allt, sem að hefur kveðið á liðnum tíma í lífi kirkjunnar á íslandi hefur héðan runnið eða hér um farið meira eða minna beinlínis. Þegar hugur stefnir hingað, þá er hann dreginn sömu taugum og þeim, sem laða föðurtúna til, þangað, sem vaggan var og upptök þeirra erfða, sem að var fengið á langri Kfsgöngu. Þannig hljótum vér að hugsa til Skál- holts og vitja Skálholts. Það er ekki svo að skilja, að vér séum að sefja á oss drauma um það, sem hvarf af sviði tímans og verður ekki aftur þangað kvatt. Svið sögunnar breytir um svip og búning, þó að stjórnand- inn breytist ekki né víki frá miðum og marki þess verks, sem hann er að skapa og hefur fullbúið í huga sér. Þeir, sem vilja misskilja kirkjuna og misvirða, þurfa ekki að hlakka yfir því, að hún bindi huga sinn við hið liðna, tímanlega, hverfula, óaftur- kvæma, að hún lifi á og í minningum sínum, það sé hennar eina líf. Slíkt er kallað að ganga í barndómi og er út af fyrir sig eðlilegt, þegar menn eru farnir að kalka og eiga það eftir eitt að deyja. Svo munu einhverjir vilja, að kirkjan sé á sig komin, og þeir sjá það eitt, sem er f samræmi við eigin óskamynd. 86 En satt er það, að í sálarlífi manna myndast einatt dulvitaðar flækjur, sem binda hug við horfna tíð: Vonbrigði ófullnægja, ágjafir í lífinu, leita upp- bótar í týndum heimi bernsku eða æsku, sem ímyndun reisir á grunni kennda og dulda. Þess kyns andlegat flóttamannabúðir finnur heilbrigð kirkja ekki í sögu sinni, enda eru fáar smíðar gagnsmunaminni en þæn sem timbraðar eru úr eftirsjá eftir því. sem er farið hjá og snýr ekki aftur, hvort sem undirrótin er fornar ástir á einhverjum stefnum, sem hafa gengið sér til húðar, eða hillingasýnir yfir fjarlægum söguslóðum. En allt um það eru minningar hluti af oss sjálfum. Sá sem lifir í minn- ingum einum, er ekki lífvænlegur. En hinn sem ekki man eða minnist, lifir ekki lengur. Kirkjan minnist af því að hún lifir. Hún á lifandi fortíð af Þv' að hún á ungan hug. Hún horfir heim til Skálholts og heim til Hóla augum þeirrar síungu, lifandi, skapandi von- ar, sem Guð hefur endurfætt oss til fyrir uppprisu Jesú Krists frá dauð' um. Vér festum ekki sjónir á marð' breytilegum tímans slæðum né upp' setningu sviðsatriða, sem hafa verið leikin til loka. En vér vitum að á bak við það allt og í því öllu var saga hins krossfesta og upprisna, kross- ferill hans, sigurbraut hans. Helga[ meginstöðvar kristins lífs og starfs a islandi minna á sporin hans, hulin og áþreifanleg. Víst myndu steinarnir hrópa, þótt vér þegðum. En vér þegi' um ekki, heldur segjum: Blessaður sé hann, sem var og er og kemur. Það segir það Skálholt, sem nú er vaknað til lífs. Það ber vitni þeim ómi eilns a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.