Kirkjuritið - 01.06.1975, Blaðsíða 24
Um kvöldið þágum við svo boð
stofnunar, sem heitir „Independent
Broadcasting Authority.“ Þar fóru
fram umræður um það, sem borið
hafði fyrir augu um daginn. Ég hafði
orðið fyrir nokkrum vonbrigðum þenn-
an fyrsta dag. Mér fannst það, sem
fjallað hafði verið um, vera lítið kristi-
legt, nema einstaka mynd. En í um-
ræðunum, sem voru mjög góðar,
skýrðist það, að margir þeirra, sem
þarna áttu hlut að máli, töldu sig alls
ekki vera ,,að boða“ trúna, heldur öllu
fremur vera að stuðla að mótvægi
gegn því neikvæða og spillandi sjón-
varpsefni, sem er á boðstólum. —
— Á kristnum grundvelli þó? spyr
skrásetjari.
— Já, á kristnum grundvelli, þótt
það kæmi hvergi beint fram. Margar
myndirnar voru þannig, að það kom
hvergi beint fram. En vitanlega voru
einnig sýndar þarna myndir með
sterkum boðskap.
Fólk heilaþvegiS
Samkoma þessi var að sjálfsögðu
,,ekumenisk“, — þ. e. a. s., að henni
stóðu allar kirkjudeildir. En undirbún-
ing höfðu rómversk-kaþólskir og
anglikanar í Bretlandi annazt, ásamt
BBC. Þetta var fjórða alþjóðlega ráð-
stefnan, sem haldin er með þessum
hætti.
í fyrstu umræðum kom þegar í Ijós,
að mikilvægi sjónvarps og útvarps er
svo gífurlegt í nútíma þjóðfélagi, að
allir voru sammála um, að kirkjan yrði
að ná tökum á að nota sér slíka fjöl-
miðla betur en hún hefur gert. Margar
kirkjudeildir hafa reyndar náð nokkr-
um árangri í þessum efnum, og má
þar nefna til brezku kirkjudeildirnar-
Einn þeirra, sem þátt tóku í urnræðum
í mínum hópi, vakti t. d. athygli á,
hvað það væri, sem byltingarmenn
reyndu alltaf fyrst að ná tökum á,
þegar bylting er gerð. Það eru fjöl'
miðlarnir. Nútíma fjölmiðlar eru not-
aðir á svo miskunnarlausan hátt,
einnig á íslandi, vil ég leyfa mér að
fullyrða, — að fólk er beinlínis heila-
þvegið með þeim. Þetta hafa frarn-
leiðendur ýmiss konar neyzluvarnings
lært fyrir löngu. Þess vegna hafa þeir
margir í þjónustu sinni mjög færa
sálfræðinga og nota sér fjölmiðla
miskunnarlaust og af algjöru tillits'
leysi. Það kom mjög fram í þessura
umræðum. Eins kom þar fram, að
sjónvarp á beina sök á margs konar
óhamingju í heimilislífi. Þessar stöð'
ugu hvatningar til að eignast þetta
eða hitt, gera þetta eða hitt, skapa
þörf, sem ekki var til áður. Fólk hefur
svo engin tök á að hlýða öllu þessa.
og af því sprettur svo leiði og óham'
ingja og hvað eina.
Niðurstaðan var sem sé sú, að kirkj'
an gæti ekki horft fram hjá fjölmiðluÞ'
um. En þá kom spurningin, t. d. 1
sambandi við umræður um tilraun'r
með messusiði og tilbeiðsluhætti: geta
fjölmiðlar komið í staðinn fyrir messn1
og kristið samfélag? — Svarið verður
vitanlega nei, — Hvers vegna? ""
Vegna þess, að ekki er unnt að ve
sakramenti um fjölmiðla, hvorki hljóð'
varp né sjónvarp.
Annar dagur
Næsta dag, þriðjudag 6. maí, hófust
störf kl. 9 að morgni. Fundarmenn vo^
stundvísir og unnu flestir af mikluÞ1
102