Kirkjuritið - 01.06.1975, Side 32
með breytingar á þættinum, en þær
munu hafa þótt of kostnaðarsamar, svo
að ekki varð framhald á. Þarna er þó
breytinga þörf.
Hið fyrsta, sem kirkjunnar menn
þurfa að gera, er þó að læra að tala
tungumál fjölmiðla. Ég á við það, að
þjálfa þarf menn til starfa við fjölmiðla,
sem kirkjan hafi síðan aðgang að. ís-
lenzkur prestur hefur nú starfað um
skeið við fjölmiðla erlendis, og má
e. t. v. vænta þess, að hann komi senn
heim og miðli af reynslu sinni hér
heima. Slíkum mönnum þarf íslenzka
kirkjan á að halda, en jafnframt þarf
hún að eiga fleiri að en presta eina.
En nefndin mun nú vinna úr þeim
gögnum, sem ég kom með heim. Síð-
an mun hún gera tillögur sínar til úr-
bóta og færa biskupi. Ég býst við, að
hún muni leggja mikla áherzlu á þjálf-
un hæfra manna.
ViSauki um kirkjusókn í Bretlandi
Síra Halldór minnist á, að hann hafi
á ferð sinni heyrt Breta ræða nokkuð
um minnkandi kirkjusókn.
— Ég varð þó fyrir mjög skemmti-
legri reynslu strax daginn eftir að ég
kom til London, segir hann. Það var
sunnudagur, og ég ákvað að fara í
kirkju. Ég rakst þá á litla kirkju, sem
heitir St. Peter’s Church, við Oxford
Street og fór inn í hana. Þar varð ég
strax undrandi yfir því, að kirkjan
sneisafyIItist. Eins fannst mér fólkið
taka allt mjög miklu hátiðlegar og al-
varlegar en hér gerist. Næstum allir
byrjuðu á því, þegar þeir komu inn,
að losa þar til gerðan púða af bekkn-
um, setja hann á gólfið, krjúpa síðan
á hann og gera bæn sína. Að því loknu
110
settust þeir og litu í kringum sig. Kót'
inn kom í kirkjuna um tuttugu mínút'
um fyrir messutíma og æfði fyrsta
vers í hverjum sálmi. Það þótti m®r
ágætur undirbúningur.
Síðan hófst messan, og gizka ég a>
að þá hafi verið um átta hundr^
manns í kirkjunni. Þá kom í Ijós, ^
þarna var kominn síra John Stott,
ágæti maður og höfundur bókarinnar
„Basic Christianity", sem hefur ver$
þýdd á íslenzku og heitir hér „Sann'
leikurinn um Krist“. Hann flutti feikn3
góða predikun, sem hann nefndi BBC
— Ég hugsaði með mér: „Ég er svon®
stálheppinn, að fá predikun um fjó1'
rniðlun." En svo varð nú ekki. Hanr
nefndi BBC, og þá fóru allir að hlust®'
en síðan sagði hann: „Ballanced’
Biblical Christianity".
Messan var mjög áhrifamikil. Þát*'
takan í messusvörum var næstum al'
gjör. Ekkert heyrðist í kórnum, heldnr
sungu allir. — Eftir messuna hitti ®9
síra John Stott að máli, litla stund,
hafði mikla ánægju af.
Eins sýndist mér nokkuð vel só(t
kirkja annars staðar þar, sem ég var
við messur. Þó vakti það einkum at'
hygli mína, hvað mér fannst fólK';
taka miklu meiri þátt í messunni hel°'
ur en við eigum að venjast hér heim^
— Um John Stott er það hins veðar
að segja, að hann kvað fylla hvaða
kirkju, sem er. Hann er talinn einn
hinna beztu predikara á BretlandseyJ'
um nú. — Hvað, sem því líður, þá hata
prestar anglikönsku kirkjunnar áhyð^'
ur af kirkjusókn, og þess vegna er Þa^’
ekki sízt, sem þeir telja svo mikilvseð
að koma boðskapnum til þjóðarinnar
um fjölmiðla. — G. Ól. Ól. skráði-
J