Kirkjuritið - 01.06.1975, Page 36

Kirkjuritið - 01.06.1975, Page 36
af heiminum, og sent fólk sitt inn í heiminn á ný, sem þjóna og votta, til eflingar ríki sínu, uppbyggingar lík- ama Krists og helgunar nafns síns. ViS játum með blygðun, að við höfum oft neitað köllun okkar og okkur mistek- izt í kristniboðinu, með því að sam- lagazt heiminum eða dregið okkur út úr honum. Þó fögnum við því, að fagn- aðarerindið er dýrmætur fjársjóður, jafnvel þótt það sé borið í jarðneskum leirkerjum. Til þess að okkur megi auðnast að gera þennan fjársjóð heyr- um kunnan í krafti Heilags Anda, ósk- um við okkur endurnýjunar og helg- unar. Jes. 40:28; Matt. 28:19; Ef. 1:11; Post 15:14; Joh. 17:6, 18; Ef. 4:12; I. Kor. 5:10; Róm. 12:2. 2. Myndugleiki og kraftur Biblíunnar Við höldum fram guðlegum innblæstri, sannleiksgildi og myndugleika rita N. T. og G.T. í heild sinni, sem hins eina ritaða orðs Guðs, án villu í öllu því er það boðar, og sem hins eina mæli- kvarða trúar og verka. Við höldum einnig fram krafti Orðs Guðs, til að gera grein fyrir markmiði hans með frelsuninni. Boðskapur Biblíunnar er stílaður til allra manna. Opinberun Guðs í Kristi og Ritningunni er óum- breytanleg. Heilagur Andi talar í og gegnum hana enn þann dag í dag. Hann hvetur huga lýðs Guðs í sér- hverju menningarsamfélagi, til að taka við sannleika hennar með eigin augum og birtir því allri kirkjunni æ meira af hinni margvíslegu speki Guðs. II. Tím. 3:16; II. Pét. 1:21; Jóh. 10:35; Jes. 55:11; I. Kor. 1:21; Róm. 1:16! Matt. 5:17, 18; Júdas 3; Ef. 1:17, 181 3:10, 18. 3. Hinn einstæði og algildi Kristur Við staðhæfum, að til sé einungis einn Frelsari og eitt fagnaðarerindi, þótt að' ferðir við boðskap fagnaðarerindisin5 séu mjög breytilegar. Við gerum okkui' Ijóst, að allir menn hafa hlotið nokkr3 vitneskju um Guð vegna almennrar op' inberunar í náttúrunni. Við neitum Þ°’ að hún geti frelsað, því menn kæfa sannleikann með rangsleitni sinni. Víð höfnum hvers konar trúarbragðablend' ingi og trúarbragðasamtölum, semgef3 í skyn, að Kristur tali jafnt í öllum trú' arbrögðum og hugmyndafræðikerfun1’ á þeim forsendum, að slíkt er níð un1 Krist. Jesús Kristur, sem sjálfur var Guð-maður og gaf sjálfan sig se^ hið eina lausnargjald syndara, e< hinn eini meðalgangari Guðs manna. Ekkert annað nafn er til, se^ okkur sé ætlað fyrir hólpnum að verð5’ Allir menn eru glataðir og týndir vegna syndar, en Guð elskar alla menn vill ekki að neinn glatist, heldur að ir verði hólpnir. Þó hafna þeir, se^ hafna Kristi, gleði hjálpræðisins dæma sjálfa sig til eilífs aðskilnað3r frá Guði. Að boða Krist sem ,,Frelsarí! alls heimsins", er ekki að staðhasf3, að allir menn séu ósjálfrátt eða endan' lega orðnir hólpnir og því síður að frelsi í Kristi í öðrum trúarbrögðLk11' Það er öllu heldur að boða kæriei^ Guðs til handa heimi syndara og ð bjóða öllum að bregðast við honufl1, sem Frelsara og Drottni, með iðrLJí1

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.