Kirkjuritið - 01.06.1975, Side 57

Kirkjuritið - 01.06.1975, Side 57
°R- BJÖRN BJÖRNSSON: Fjölskyldan w i Ijósi Hristilegrar siðfræði SÍÐARI HLUTI í fyrra erindi mínu, þar sem einkum var fjallað um breytingar á stöðu og hlutverki fjölskyldunnar, var lítillega að bví vikið, að ýmsir beri ugg í brjósti varðandi heill þessarar frumeiningar samfélagsins í framtíðinni. Var þá jafnframt gefið fyrirheit um, að í síð- ara erindi mínu yrði nánar rætt um nokkur þau einkenni, sem virðast benda til veikrar stöðu fjölskyldunnar eða jafnvel til upplausnar hennar, ef dýpra er tekið í árinni. Ef við í upphafi máls gerum saman- burð á stöðu kjarnafjölskyldu nútím- ans og stórfjölskyldu bændasamfél- agsins, þá kemur fljótt í Ijós, að mun fleiri stoðum var skotið undir stórfjöl- skylduna. Sést það gleggst á því, að hlutverk stórfjölskyldunnar var mjög margþætt, og greip inn á flest ef ekki öll athafnasvið einstaklingsins. Mjög mikilvæg var í þessu sambandi sú staðreynd, að heimilið og vinnustaður- inn var nánast einn og sami staðurinn. FjölskyIdulffið var svo nátengt atvinnu- lífinu, að vart var mögulegt að greina, hvar og hvenær öðru sleppti og hitt tók við. Til enn frekari styrkingar á þessum sterku tengslum fjölskyldu- og atvinnulífs átti sér stað verkaskipting innan fjölskyldunnar, sem var í fyllsta samræmi við þarfir atvinnulífsins. Heimilin voru margmenn, sem kunnugt er, og ekki óalgengt, að þrjár til fjórar kynslóðir ættu sína fulltrúa innan fjöl- skyldunnar. Þetta margmenni að við- bættri mikilli aldursdreifingu hjálpaði til að gera verkaskiptinguna hag- kvæma og eðlilega. Engum vafa er undirorpið að félags- leg staða þessarar fjölskyldu var sterk. Þrátt fyrir að atvinnuhættir væru í 135

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.