Kirkjuritið - 01.06.1976, Side 16

Kirkjuritið - 01.06.1976, Side 16
sendum vér samúðarkveöjur og bróð- urlegar óskir. Ólafur Ólafsson, kristniboði, and- aðist 30. marz, rúmlega áttræður að aldri, f. 14. ág. 1895. Hans ber að minnast hér. Allt sitt ævistarf vann hann í þágu kristinnar kirkju. Ungur lagði hann út á órudda braut, gerðist kristniboði, fyrstur íslenzkra manna um aldir. Starfaði hann um 14 áraskeið í Kína á vegum norskra kristniboðs- samtaka en styrktur af kristniboðsfé- laginu íslenzka. Heimkominn vann hann ötullega að kristindómsmálum, var m. a. um árabil tíður og kærkom- inn gestur í skólum víðsvegar um land. Hann var lengi í stjórn Hins (sl. Biblíu- félags og markaði spor í sögu þess, 94 allra manna áhugasamastur og tillögU' beztur og ósérhlífinn svo að af bar- Var hann kjörinn heiðursfélagi BiblíU' félagsins á áttræðisafmæli sínu. Vér þökkum störf Ólafs Ólafssonar og sendum ekkju hans, frú Herborgu. og börnum þeirra samúðarkveðjur og blessunaróskir. Annars leikmanns ber einnig a^ minnast hér, Þórðar Möllers, yfirlækn- is, sem lézt 2. ágúst 1975. Hann var mjög virkur í kristindómsmálum °9 sat á kirkjuþingi eitt kjörtímaþil, 70. Ekkju hans, frú Kristínu, tjáurn vér samúð og einlægar óskir. Tvær prestsekkjur hafa látizt á ar inu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.