Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 7
Til minningar um
Ólaf Ólafsson, kristniboða
°lafur Ólafsson kristniboði sofnaði á liðnu vori og bíður nú hins mikla bá-
shnuhljóms. Þar með er lokið ævi manns, er með einstæðum hætti varð
aldamótamaður í kristnisögu íslands. Segja má, að með honum hefjist
kristniboðsöld hin nýja á íslandi. Hann var og verður sá fyrsti og eini
Olafur Ólafsson kristniboði.
^að var ekki einungis svo, að köllun hans yrði með einkennilegum og
sftirminnilegum hætti og hin umbrotasama starfsævi hans í Kína öll frjó
°9 merkileg. Hann var sjálfur postuli og pistill Guðs á íslandi, bréf Krists
skrifað á hjartaspjald úr holdi. Svo trúr var hann köllun sinni, að hann
Var® aldrei annað en Ólafur kristniboði, hversu hvítar sem silfurhærur hans
Ur3u. Svo lengi sem hann mátti nokkuð muna til daga sinna, mundi hann
°9 vissi, að hann var sendur til að veiða menn, leiða hinn týnda sauðinn
|'l Krists. Svo brann þá hinn lifandi eldur Jesú Krists í hjarta hans til ævi-
oka. í þeim eldi skírðist einnig og varðveittist bænin fyrir hinni miklu,
k'hversku þjóð.
skal ekki telja fram daga Ólafs né störf umfram það, sem áður hefur
verið gert hér í Kirkjuriti. Þegar skráðar verða kristniboðssaga íslands og
Sa9a Hins íslenzka Biblíufélags, verður hans getið að verðleikum. Og miklu
v'ðar kemur hann þó við sögu. En tilefni þessara lína er vangoldin þakkar-
u|d, lítill vottur mikillar virðingar, og þó umfram allt þetta: Akrarnir eru
Vltir> verkamennirnir fáir — og einum færri nú. Biðjum því herra uppsker-
Unnar, að hann sendi menn.
Með kveðju til ástvina.
G. Ól. Ól.
85