Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 34
Skipstjórinn, Kristleifur Jónatans-
son var einlægur trúmaöur. Hann lét
alla skipverja vera viðstadda við hús-
lestra á hverjum helgidegi. Eftir að eg
var orðinn sóknarprestur í Ólafsvík,
kynntist eg Kristleifi mjög vel. Hann
var þá bóndi í Efri-Hrísum í Fróðár-
hreppi. Hann var í mörg ár meðhjálp-
ari við kirkjuna á Brimilsvöllum. Hann
átti góða konu og mörg börn. Öll fjöl-
skyidan var einlæglega trúuð og
kirkjurækin. Kristleifur Jónatansson
var fæddur á Vindási í Eyrarsveit 2. jan.
1873. En hann andaðist á heimili elztu
dóttur sinnar í Rifi á Snæfellsnesi 7.
febr. 1946.
Stýrimaðurinn á seglskútunni hét
Sigþór Pétursson og bjó í Klettakoti
í Fróðárhreppi. Hann varð síðar fiski-
sæll og heppinn skipstjóri á seglskút-
um frá Vestfjörðum. Sigþór var einnig
trúrækinn, kirkjunnar maður. Mér
verður það ávallt minnisstætt, hvernig
hann tók harmafregninni, er eg til-
kynnti honum, að elzti sonur hans
hafði verið myrtur suður í Frakklandi.
Hann og fjölskylda hans tók þeirri
harmafregn með algjörri undirgefni
undir Guðs vilja. Kristjana, dóttir Sig-
þórs, hefur verið organleikari við Brim-
ilsvallakirkju frá því kirkjan var byggð
árið 1923 og er það enn. Hún var líka
í mörg ár organleikari við Ólafsvíkur-
kirkju. Ég og fjölskylda mín eigum
margar góðar minningar um samstarf-
ið við hana og mann hennar, Guðbrand
Guðbjartsson, hreppstjóra í Ólafsvík.
Sigþór Pétursson var fæddur í
Klettakoti í Fróðárhreppi 26. des. 1880.
Hann andaðist í Ólafsvík 22. júlf 1951.
Margir sjómenn eru mér minnis-
stæðir, en minnisstæðastur er mér þó
112
formaðurinn á litla róðrarbátnum, sem
ég reri með sumarið 1911. Hann hét
Oliver Bárðarson. Hann var svo sterk-
ur, að hann var talinn sterkasti maður
á Snæfellsnesi, og hann var talinn það
með sanni. Þótt hann væri líkamlega
sterkur, tel eg, að hann hafi þó verið
andlega sterkari. Guð lagði á hann
margar þungar byrðar, sem hann bar
með Guðs hjálp með afbrigðum vel.
Oliver var talinn veðurgleggsti mað-
urinn í Ólafsvík. Eg man t. d. eftir því,
að einu sinni, einn morgun, vorum við
allir þrir, sem á bátnum vorum, komn-
ir sjóklæddir til skips eins og það var
kallað. Margir litlir bátar reru þá fra
sandinum í Ólafsvík. Veður var gott, og
flestir bátanna voru því rónir. En Þa
sagði Oliver okkur að halda heim, Því
honum litist ekki vel á veðurútlitið-
Þennan dag hvessti af útsuðri, og sjór
varð mjög erfiður litlu bátunum.
Einn dag vorum við eini báturinn,
sem reri frá Ólafsvík. Hálfgert leið-
indaveður var um morguninn, þegar
við rerum. Vegna þess reru aðrir far'
menn ekki. Þá var líka alllangróið fyrir
litla báta. Róa þurfti vestur á móts við
Hellissand. En við fengum gott sjó-
veður þennan dag. Siglt var bæði fra'11
og aftur í bezta ieiði, og við öfluðum
vel.
Oliver fór alltaf síðastur upp í bát-
inn og ýtti bátnum á flot. Þá sagði hann
alltaf sömu setninguna: „Nú ýtum við
í Drottins nafni.“ Strax og allir voru
seztir undir árar, tók hann ofan sjO'
hattinn, og það gerðum við hásetarnit
einnig, og þá var beðin sjóferðarbsen-
Margir formenn í Ólafsvík notuðu sína
eigin sjóferðabæn. Eg heyroi suma
þeirra fara með þá bæn, sem Þe,r