Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 35

Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 35
báðu og notuðu, en enga þessara ^æna lærði eg utanbókar. En flestir formenn notuðu „Faðirvorið“ og það notaði Oliver og við báðir hásetar hans. Það var fastur siður í Ólafsvík biðja sjóferðabæn, þegar farið var ' róður. En sá fagri siður lagðist niður, Þogar vélbátaútgerðin hófst þaðan. Á vetrum var alltaf róið á stórum f'fónum vetrarbátum frá Ólafsvík og frá öðrum verstöðvum á Snæfellsnesi. Á þeim bátum var venjulega 9—10 ^anna áhöfn. Árið 1912 reri Oliver á vftrarbáti með Guðbrandi Sigurðssyni, s'ðar hreppstjóra í Ólafsvík. Róið var ' Qóðu vetrarveðri. Skömmu eftir að búið var að leggja línuna segir Oliver V'Ö formanninn: „Dragðu strax línuna. eðurútlitið er ískyggilegt.“ Eitthvert var samt á mönnum. Þá segir ^fiver: „Ef línan verður ekki dregin 'nn strax sker eg á stjórafærið.“ Legið Var vig stjóra meðan legið var yfir lín- Unni. Allir á bátnum vissu, að Oliver Var veðurglöggur. Og nú var honum yft. Þegar menn, sem voru á næstu atum, sáu bát Guðbrandar halda eim, og vissu, að Oliver var þar, komu nokkrir strax á eftir. En Oliver hafði sagt, að norðanáhlaup væri í aðsigi. Þegar báturinn var kominn upp undir Ólafsvíkurenni, kom þar suðaustan fyrirsláttur. Þá varð einum hásetanum að orði: „Nú finnum við, hvernig norð- anáhlaupið hans Olivers er“. Oliver svaraði: „Þið skuluð hlæja að mér, þegar við erum lentir." Það stóð heima, að um leið og þeir lentu, skall norðan- hríðin á. Eg horfði út um glugga á prestsetrinu, er tveir fyrstu mennirnir báru farviðinn upp úr bátnum, en svo sást ekkert meir fyrir stórhríð. Allir bátarnir frá Ólafsvík náðu landi heima, nema einn. Þeim báti barst á í lend- ingu í Keflavík við Hellissand, en mannbjörg varð. Það var almæli í Ólafsvík, að veðurglöggskyggni Olivers hefði bjargað mörgum sjómanni frá Ólafsvík frá drukknun þennan dag, af því að formennirnir á bátunum héldu strax til lands, þegar þeir sáu bátinn, sem Oliver var á, halda heim. Oliver Bárðarson var fæddur í Gröf í Eyrarsveit 27. marz 1844 og andaðist á heimili dóttur sinnar í Ólafsvík 22. júní 1913. 113

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.