Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 68

Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 68
sömuleiðis aðgreind frá öllum trúar- legum fyrirbærum, sem — þótt þau virðist saklaus við fyrstu sýn — ganga út frá öðrum grundvelli eða stefna til annarrar áttar en kristin trúarjátning og breytni. Jákvætt táknar þetta, að kristin trú ásamt öðrum trúarbrögðum og mynd- um trúarbragða viðurkennir meiri dýpt í veruleikann en nútíma rökhyggja, efnishyggja eða pólitískar stefnur við- urkenna. Ásamt játendum annarra trúarbragða halda kristnir menn fram kröfu þess dýpri raunveruleika í fullri meðvitund um það, að túlkun hans er ólík meðal hinna mismunandi trúar- bragða. Af sanngirni til annarra trúarbragða og með rökum eigin trúar afneita kristnir menn sérhverri tilraun til að breiða yfir þann mismun og mótmæla tilraunum ýmissa heimspekiskóla og hulduhyggju nútímans til að mynda sameiginlegan kjarna úr öllum trúar- brögðum. Kristnir menn meta jákvætt tilraunir vísinda til að kanna og skýra trúarleg fyrirbæri, en þeir áskilja sér rétt til að meta þau sjálfir og skýringar vísind- anna á þeim út frá forsendum eigin trúar. Út frá forsendum eigin trúar mót- mæla kristnir menn, þegar slíkar kann- anir eru sagðar stundaðar í þeim til- gangi að leita samfélags við eitthvað dularfullt eða óþekkt, því að kristnir menn játa, að Guð hafi leitað samfé- lags við oss í syni sínum Jesú Kristi, og að hann leiði oss í honum til sam- félags við sig (sbr. Kól. 1.9—23; 2.6— 23; 3.1—17). 146 3.2. Afstaða til spiritisma 3.2.1. HvaS er spiritismi? Spiritismi (andatrú) er sú hyggja eða trú, er álítur mögulegt að leita sam- bands við anda framliðinna. Orðið tekur og til iðkana af því tagi. Sjálft orðið spiritismi er nýtt af nálinni, en fyrirbærið er gamalt og vel þekkt meðal heiðinna þjóða. Necromantia (að leita frétta af framliðnum) er heiti hins forna og vel þekkta spiritisma (ELC III, s. 2248—49). Necromantia var alþekkt meðal ná- grannaþjóða ísrael, og víða í Gamla testamentinu eru þess háttar iðkanir bannaðar, um leið og israelsmönnum er bannað að leggja stund á hvers konar mynd heiðins átrúnaðar (III- Mós. 19—20 einkum 19.26,31 °9 20.6,26; V. Mós. 18.9—14). Nýja testa- mentið getur hvergi necromantia bein- línis, en víða eru kristnir menn í Nýja testamentinu varaðir við að blanda heiðinni guðsdýrkun saman við kristna játningu og breytni. Og eitt atriði heið- innar guðsdýrkunar á tímum Nýja testamentisins var necromantia. Kirkjan reyndi hvað hún gat halda aftur af því, að atriði úr heið- inni guðsdýrkun brytust út á yfirborðið með þjóðum, er hún reyndi að móta anda Jesús Krists. Það gerði hún ekki fyrst og fremst með neikvæðum bönn- um, heldur og með jákvæðum leiS' beiningum, er grundvölluðust á Þvl’ að Kristur er sá, sem sigrað hefnr dauðann og djöfulinn. Líf hinna kristnn skal leiðast af því, að Kristur fái mð*' að öll svæði mannlífsins. Ef honum er haldið burtu frá e-u svæði, þá magnaSÍ þar andstæðingur hans. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.