Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 12
og sýndu þann kærleika, sem heimur-
inn hafði ekki kynnzt áður. Þeir elsk-
uðust innbyrðis. Þeir hjálpuðust að.
Og sérstæðast og áhrifaríkast af öllu:
Þeir sýndu líka hjálpsemi og kærleika
þeim, sem voru ekki kristnir, jafnvel
berum óvinum sínum. Þeir gerðu sér
engan mannamun. Og innan kirkjunnar
var alger jöfnuður. Þrælar og ambáttir
nutu þar sömu virðingar og frjálsir
menn, þó að borgaraleg staða þeirra
væri óbreytt. í kristnum söfnuði gat
það komið fyrir, að þræll væri settur
yfir húsbónda sinn: Mansmenn gátu
orðið prestar og biskupar. Þegar Júlí-
anus keisari hóf sína hatrömmu bar-
áttu gegn kristnum mönnum, þá sagði
hann í bréfi, að verst viðureignar væri
þessi villa, kristindómurinn, vegna
þess að kristnir menn væru svo kunnir
að kærleiksverkum, einnig í þágu heið-
ingja, jafnvel við óvini og ofsækjendur.
Nokkru síðar varð rómverska heims-
veldið að beygja sig að fullu fyrir því,
að Galiieinn hafði sigrað. Þá voru
heiðnu hofin í Róm svipt þeim for-
réttindum og stóreignum, sem þau og
prestar þeirra höfðu notið. Það var
þá sem Symmachus, háttsettur em-
bættismaður og foringi rómverska há-
aðalsins, fór á fund keisarans til þess
að fá þessari ákvörðun hnekkt. Og
kjarninn í málflutningi hans var sá, að
leiðirnar í trúarefnum væru og hiytu
að vera margar. Hverju skiptir það,
með hvaða siðum hver og einn leitar
sannleikans? spurði hann. Á einum
vegi geta menn ekki náð fram til svo
mikils leyndardóms.
Ég hef stundum heyrt vitnað til
þessara orða hins heiðna manns eftir
að Arnold Toynbee dró þau fram og
gerði þau nánast að sínum. Og jafnan
heyrði ég til þeirra vitnað í þá veru, að
þar væri að finna fyrirmynd að réttu
viðhorfi kristinna manna nú. Þeim lægi
mest á því nú að viðurkenna, að veg-
irnir til hins mikla leyndardóms séu
margir.
Af einhverjum ástæðum hefur þess
ekki verið getið í leiðinni, þegar
bent var á vísdóm hins göfuga heið-
ingja, að honum var svarað. Kristnir
menn áttu líka leiðtoga, Ambrósíus.
Hann samdi ritling til andsvara. Þar
segir hann: Hvernig eigum vér að trúa
yður, sem viðurkennið, að þér vitið
ekki, hvað það er, sem þér dýrkið?
Það sem yður er hulið, hefur oss verið
gefið að þekkja. Því Guð hefur talað.
Þetta, sem þér leitið með getgátum,
það hefur Guðs vizka og sannleikur
sjálfur leyft oss að komast að raun
um. Vér (kristnir menn) höfum vaxið
af þeirri ranglátu meðferð, sem vér
höfum verið beittir, af skorti og píslar-
vætti. Heiðnir menn telja, að trú þeirra
verði ekki haldið uppi nema með ríkis-
fé. Enginn hefur neitað heiðnum mönn-
um um rétt til þess að dýrka guði sína
á þann veg, sem þeir óska. Það eitt
hefur gerzt, að jarðeignir voru af þei111
teknar, en afrakstur þeirra var reyndar
ekki notaður í trúarlegu skyni. Kirkjan
á ekkert nema trúna. Og hún ber
ávexti. Auður kirkjunnar er umönnun
fátækra. Látum þá (heiðna menn) telja
fram, hve marga fanga hofin hafa keyP*
iausa, hve marga fátæka þau hafa
fætt, hve marga flóttamenn þau hafa
styrkt, svo að þeir gætu bjargast.
Á þessa leið svaraði kirkjan þá. Hun
þarf ekki að blygðast sín fyrir Þa
svar. Ef hún skyldi þurfa að blygðaS
90