Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 78

Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 78
un sína. Og handan jarðneskra landa- mæra vonum vér á annað líf en það, sem vér lifum hér í áhyggju og ótta. Vér vonum, að þá fáum vér að sjá Guð eins og hann er. Vér sjáum því, að það er gróf föls- un á kristnum trúararfi, þegar því er haldið fram, að kristin trú gangi út frá því, að maðurinn í öðru lífi verði ekki annað en það, sem hann var á jörðu, ,,að barnið, sem deyr, hvort sem það er skírt eða óskírt, haldi áfram um eilífð að vera óviti, fávitinn, ungur eða gamall, um eilífð fáviti, glæpamaður- inn um eilífð í sama hryggilegaástandi og hann var, þegar hann dó” (sr. Jón Auðuns í Morgunblaðinu 17. ágúst 1975). Þetta er ekki einungis gróf fölsun, heldur og alger vanskilningur á því, hvað maðurinn er að kristnum skilningi og alger blinda á það, hver hin kristna von er. Einstaklingshyggj- an getur metið manninn samkvæmt því, sem hann veit sjálfan sig vera. Fáviti er þá ekki fullkominn maður. Kristin trú telur manninn vera meira en það, sem hann hefur hugmynd um í það og það skiptið. Kristin trú játar, að maðurinn sé skapaður í mynd Guðs. Mynd Guðs er oss gefin sem fyrirheit, og þetta fyrirheit hefur verið uppfyllt í Jesú Kristi. Til hans beinist von vor, en ekki að því að einstaklingar þrosk- ist og þróist til nytja samkvæmt hug- sjón hins borgaralega samfélags. Kristnir menn bera það traust til föður- ins, að hann við endi aldanna leiði manninn, mannkyn allt, fram til lífs í samræmi við sinn upphaflega tilgang á nýrri jörð, undir nýjum himni. Þa3 er mjög athyglisvert, hversu úir og grúir af alls kyns sögulegum og fræðilegum vit- leysum i því fjölskrúðuga efni, er frá spiritist- um kemur, lika því, sem að sögn styðst við tíðindi frá öðrum heimi. Eitt beita dæmið um rit, sem stýrist af rangtúlkunum, fölsunum og vitleysum, og sem styðst við þekkingu fregn3 ,,að handan", er Jónas Þorbergsson (1962)- Svo undarlegt sem það virðist, þá leiðréttast aldrei bersýnilegar vitleysur í sögulegu eða fræðilegu tilliti frá „öndum að handan“, heldur þvert á móti. Samkvæmt því virðast „öndunum settar þær skorður, sem menntun viðkomand' miðils er, sem út af fyrir sig segir töluvert mikið um eðli sambandsins „út yfir landamser- in“. Með þetta í huga má Ijóst vera, spiritismi og kristin trú nálgast veru- leikann á svo gjörólíkan hátt, að um samræmi er ekki að ræða. Hann getut engan veginn aðstoðað kristna boðun, en hún er kall til allrar veru mannsins um líf í samhengi við Guð, við náunð' ann og við náttúruna. Spiritisminn tal' ar í hreinni mótsögn við boðskap krist' innar trúar um lífið sem vettvang þjóp' ustunnar við Guð og dauðann sem móf mannsins og Guðs. Spiritisminn flytur ekkert af hinni kristnu von um endut' nýjun allra hluta fyrir nýskapandi verk Guðs. Rödd trúarinnar talar ekki 1 spiritismanum. í honum heyrum v®r miklu fremur rödd tómhyggjunnar; rödd guðleysisins, enda þótt hún se íklædd í trúarlegan búning. Allt þetta þýðir, að „sannanir” spiri' tismans eru einskis nýtar. Það, serr1 kallast sannanir, eru tilgátur eða fyr,r framtrúarleg grundvallarafstaða. Þa ’ sem hann ber á borð sem staðreynd'r’ eru ekki annað en tilgátur, trúarsko anir, bundnar sömu áhættu og ta mörkunum og sérhver trúarleg atsta önnur. 156

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.