Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 39
órar. Tómhyggjan er orðin að nihil-
isma og algjörri örvinglan. Sama máli
virðist gegna um þorra erlendra reyf-
ara, sem hingað berast og stundum
eru reyndar þýddir. Varla væri staðið í
Þessari framleiðslu allri, ef ekki keyptu
hana fleiri en einn af hverjum fimm
þúsundum, eins og sr. Kristján trúlega
mun vilja vera láta.
En um þetta ætla ég ekki að orð-
len9ja. Það hefur tæpast nokkra veru-
'e9a þýðingu. Fílabeinsturn sr.
^ristjáns Róbertssonar er líklegur til
aö standast flest, úr því að atreið um-
Qetinna þremenninga var svo liðmann-
lega hrundið.
Orðaskipti okkar sr. Kristjáns Ró-
óertssonar eru öðru fremur grátbros-
legt dæmi um það, að menn geta lifað
Urn áratugi hlið við hlið, í sama þjóð-
tslagi 0g við sömu menningu, — en
þ° sem í tveimur heimum. Ég leyfi
rner að ítreka hið síðast talda: Hér
er ágreiningurinn of mikill til þess að
haegt sé með góðu móti að tala um
tvenns konar viðhorf til sama heims-
lns- Hér virðast vera á ferðinni tveir
eimar. Þær röksemdir, sem gilda í
eörum heiminum, eru áhrifalausar í
Inum. Þess vegna óttast ég, að um-
ra3r5an sé án merkingar, þegar öll
UrHn eru til grafar komin.
Sr. Kristján skýtur máli sínu til ein-
Verra, sem hann kallar „venjulegt og
látt áfram alþýðufólk". Teflir hann
essu fólki bersýnilega fram gegn
hinu
um'1
m fáu og upphöfnu „nútímamönn-
htínum. Hér virðist mér hann
®ei'ast um hurðina til lokunnar. Þessa
agana eru liðin tíu ár frá því ég tók
/estsvígslu. Þennan tíma allan hef
9 svo til einvörðungu fengizt við
prestsþjónustu og kennslu, lengst af
hið síðar talda. Ég ætla mig í störf-
um þessum einungis hafa stundað
„venjulegt og blátt áfram alþýðufólk."
Raunar hef ég kynnzt því „ófáu, beggja
vegna Atlantsála," svo að notuð séu
orð sr. Kristjáns. Mér er ókunnugt um
að ég hafi umgengizt nokkra andlega
aristókrata þessi ár.
En sá er munurinn á reynslu okkar
sr. Kristjáns, að ég hef meðal þessa
„venjulega og blátt áfram alþýðufólks"
fundið afar mikið af „nútímamanninum
hans Heideggers", þarsem sr. Kristján
hins vegar kveðst hafa fundið „ákaf-
lega lítið“ af honum.
Hvað veldur?
Ef til vill það, að ég hef mestan
part kynnzt ungu fólki, um og innan
við tvítugt, en sr. Kristján hugsanlega
eldri kynslóð? Ef til vill það, að erlend-
is hef ég verið með nefið einhvers
staðar um vestanverða Evrópu, en
hann um norðanverða Ameríku? Ef
til vill mismunandi sálgerðir, ef ég
enn má leyfa mér að vitna í barna-
skapinn hans Williams litla James?
Spyr sá, sem einlæglega og afdrátt-
arlaust sagt alls ekki veit.
III.
Ekki þykir mér ég skiljast við framan-
greindan þátt mála með fullnægjandi
hætti, ef ég svara hófsamlegum at-
hugasemdum sr. Kristjáns Róbertsson-
ar með því einu að benda á þann af-
grunn, er opnast virðist okkar á milli.
Sú tilfinning mín á öðru fremur rætur
að rekja til meðvitundarinnar um það,
að heimur viðmælanda míns er hon-
um jafn raunverulegur og mér minn.
117