Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 73
vinsældir spiritismans hafa aldrei
dvínað né heldur hefur dofnað yfir
bjartsýni sálarrannsóknamanna.
Ein ástæða þess er vafalítið sú, að
sPiritisminn barst hingað til lands með
^önnum, er voru leiðtogar og mót-
endur í menningarlífi þjóðarinnar.
Andrúmsloftið meðal menntamanna
^er á landi var um og upp úr alda-
^ótum fastlega mótað af efnishyggj-
Ur|ni. Auk þess skipaði þjóðernishyggj-
an háan sess, en hún leit hornauga
al|3r innfluttar erfðir þar með talið
nstindóminn í heild, en lúterdóminn
aerstaklega, er verið hafði sérstakt
u9unartæki [ höndum Dana. Og það
er kannske engin tilviljun, að forvígis-
nienn spiritisma hér á landi voru í
°Pi þeira, er lengst vildu ganga í
eístöðunni til Dana, þeir Einar H.
Varan, rithöfundur, og Björn Jóns-
®°n, ritstjóri og ráðherra. Blað þeirra,
safold, naut mikils álits meðal þjóð-
ar'nnar, og einmitt um það leyti og
safold gerðist málsvari spiritismans á
s|andi, stýrði blaðið almenningsálitinu
a landinu
d®mi
í heild, og nægir að nefna
eins og afstöðuna til uppkastsins
08 og þjóðaratkvæðagreiðsluna um
u flutningsbann á áfengi árið 1909.
v^nar H. Kvaran hafði auk þess áður
er'ð í hópi hinna róttækustu efnis-
^y99jurnanna á landi hér, Brandesar-
Jnni. Það var löðrungur í andlit efnis-
y9gjunni, að hann skyldi snúa baki
0' denn' og til stefnu, sem ætlaði sér
9 v'rtist fær um það að hnekkja rök-
hennar
ferðum.
Jr með hennar eigin að-
g yrstu forvígismenn spiritismans hér
fr£egnd‘ st°fnuðu til viðræðu við guð-
ln9a og kirkjunnar menn um kröf-
una, að sálarrannsóknir byðu upp á
raunvísindalegar aðferðir til rannsókna
á trúarlegum fyrirbærum. Þegar í upp-
hafi svaraði Haraldur Níelsson, pró-
fessor, boðinu jákvætt og gerðist ein-
lægur fylgismaður spiritismans. Hann
hafði þau áhrif, að spiritismi náði
verulegum tökum á íslenzkri presta-
stétt um tíma.
Prófessor Haraldur Níelsson fann í
spiritismanum aðferð, er hann mat
vænlegri en aðferð nýguðfræðinnar
um hans daga, en hann hafði verið
fylgismaður hennar. Aldamótaguð-
fræðin játaði það með ráðandi menn-
ingarvitund, að trúararfurinn væri
kreddur og nátttröll aftan úr forneskju
vanþekkingar og skynsemdarskorts.
Gagnvart efnishyggjunni stóð hún
hins vegar ráðalaus. Svör hennar
fengu sömu útreið og svör hughyggju-
heimspekinnar. Hið nýja, er spiritism-
inn virtist bjóða upp á og prófessor
Haraldur samþykkti, var, að hægt væri
með aðferðum raunvísinda að leita til-
vistar yfirnáttúrulegs raunveruleika og
þar með rökstyðja sannleikskröfu trú-
arbragða yfirleitt og kristindóms sér-
staklega.
Miðað við andrúmsloft innan vís-
inda og þekkingar um síðustu alda-
mót, er val próf. Haralds ekki skrýtið,
raunar fullkomlega eðlilegt. Það væri
vissulega verðugt verkefni að rann-
saka guðfræði Haralds Níelssonar og
kanna afstöðu hans bæði fyrir og eftir
þann tíma, er hann snérist til spiri-
tisma. En minningu hans er enginn
greiði gerður með því að meta val
hans sem algilt í eitt skipti fyrir öll,
og að þar með hafi gangur sögunnar
stöðvazt fyrir fullt og allt. Val próf.
151