Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 32
Zíon Jóhannesi ennþá vitni me5 sín-
um hætti. Hann skildi þar eftir sig
málverk, eins konar altaristöflu, sem
hann málaði fyrir konurnar og Drottin
sinn.
Síðan hvarf hann aftur á „Lauga-
veginn", þ. e. a. s. til Reykjavíkur. Það
var árið 1939. Ári síðar dó Ragnhildur,
kona hans.
Og sá annar Laugavegur
Sér þessa amsturs stað í nokkru nema
þeim fáum myndum, máluðum og ort-
um, sem Jóhannes hefur skilið eftir
sig á Akureyri, í Noregi eða annars
staðar?
Guð hefur heitið að fylgja því eftir,
sem unnið er í nafni hans og eftir orði
hans, en skýrslur hans liggja ekki á
giámbekk. Verkamaðurinn getur ein-
ungis vænzt þess að fá að skyggnast
í eitt blað eða tvö, þegar bezt lætur.
Líklega má Jóhannes þó vel við una.
Hann á víða vini.
Fyrir tveim árum barst í Skálholt
bréf vestan af ísafirði. Þar í eru þess-
ar línur: „Þá rifjuðust einnig upp fyrir
mér gamlar og góðar endurminningar,
þegar ég las „brot úr sjómannasögu".
Ég frelsaðist einmitt á þeim árum, sem
Jóhannes Sigurðsson starfaði með
Norðmönnum á Siglufirði, 1933. Það
gerðist þar á samkomu hjá honum og
Ragnvald Clausen, sem nokkrum árum
síðar varð svo brautryðjandi að sjó-
mannastarfi meðal hvítasunnumanna í
Noregi og kom á stað trúboðsskipinu
„Fredsbudet." Þetta var mjög blessun-
arríkt starf, og fæ ég aldrei fullþakkað
Guði fyrir, að hann skyldi leiða mig
þangað.“
Línur þessar eru frá Sigfúsi B-
Valdimarssyni, er sjálfur hefur helgað
starf sitt sjómönnum. Mun hann vænt-
anlega ekki misvirða, þótt vitnisburður
hans sé hér birtur.
Verðugt hefði verið, að nokkru ger
hefði verið sagt frá ýmsum þáttum í
starfi Jóhannesar. Til er stutt frásögn,
er hann reit sjálfur og nefndi Biblí-
una hans Jóns Brandssonar. Ef ein-
hvern tíma verður rúm í Kirkjuriti kann
hann að fara hér á eftir. En með því,
að Jóhannes biður þess, að ekki sé
borið á hann lof, þá skal hér staðar
nema að sinni. Aðeins skal þess geta
að lokum, að til er annar laugavegur
en sá eini í Reykjavík. Sá vegur er til
þeirrar laugar, sem ein er hrein og ein
verður með sanni nefnd til lækningar
og lífs. Um þá laug orti síra Hall'
grímur:
Viltu þig þvo, þá þvo þú hreint
þel hjartans, bæði Ijóst og leynt.
Ein laug er þar til eðlisgóð:
Iðrunartár og Jesú blóð.
Jóhannes Sigurðsson hefur °9
gengið þann annan laugaveg.
G. Ól. Ól. tók saman-
Leiðrétting: I siðasta hefti Kirkjurits var mynd af sjómannaheimili sögð frá Sigiufirði, en myndin er
frá Seyðisfirði.
110