Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 22
Vesturför
ViS hjónin vorum boðin vestur um haf
í október til þess að taka þátt í loka-
þætti þeirra hátíðahalda, sem fram
fóru í fyrra til minningar um hið ís-
lenzka landnám í Nýja íslandi í Kanada
fyrir hundrað árum. Að loknum hátíða-
höldum í Winnipeg og grennd ferðuð-
umst við um meðal landa í Kanada
og Bandaríkjunum í rúmar tvær vikur.
Við nutum hvarvetna frábærrar gest-
risni og þágum mikinn sóma.
Þing Alkirkjuráðsins
Á alþjóðaþinginu á vegum Alkirkju-
ráðsins, sem háð var í Nairobi, Kenya,
og sat að störfum í 3 vikur um mánaða-
mótin nóv. og des., var sr. Bernharð-
ur Guðmundsson fulltrúi íslenzku
kirkjunnar. Hann starfar við útvarps-
stöð Lútherska Heimssambandsins í
Addis Abeba og var því nærri vett-
vangi tiltölulega.
Á Alþingi
Á Alþingi var gerð heiðarleg tilraun
til þess að koma einhverjum andvara
að þeirri útnesjaþoku, sem þar hefur
legið yfir frumvarpi kirkjuþings um
veitingu prestakalla. Sú tilraun bar
minni árangur en efni stóðu til. Ég
rifja ekkert upp af því, sem mælt var
í sölum Alþingis um þetta mál, en segi
aðeins það, að ég vil vona, að alþing-
ismenn fjalli um önnur mál, sem mér
eru minna hugleikin og miður kunn,
af meira viti og ábyrgð en sumir þeirra
100
báru vitni um í þessum umræðum.
Önnur mál, sem kirkjuna varða, frv.
um sóknargjöld, sóknarnefndir og um
biskupsstól fyrir Norðurland, hlutu ekki
afgreiðslu. Um frv. um sóknargjöld er
það að segja, að betur fór, að það var
ekki afgreitt í sinni núverandi mynd.
Það var lagt fyrir í mjög breyttri gerð
frá því, sem kirkjuþing lagði til, og
sætti almennri óánægju og gagnrýni
þeirra, sem gerzt þekkja fjárhagsstöðu
safnaða.
Námskeið og ráðstefna í Skálholti
Námskeið fyrir þresta og guðfræð-
inga var í Skálholti í fyrra að lokinni
prestastefnu. Stóð kirkjuráð að því en
framkvæmd og stjórn önnuðust sr.
Heimir Steinsson, rektor og dr. Einar
Sigurbjörnsson og nutu góðs atbeina
guðfræðikennara Háskólans. Yfirskrift
námsskeiðsins, hins fyrsta sinnar teg-
undar hér á landi, var „Kirkja orðs-
ins, orðsins þjónn“, snerist m. ö. o. um
grunn og mark kennimannsstarfsins-
Luku allir þátttakendur upp einum
munni um það, að námsskeið þetta
hefði verið ánægjulegt og gagnlegt 1
bezta lagi.
Þá er nýafstaðin í Skálholti ráð-
stefna um kirkju og þjóðlíf. Var hún
einnig á vegum kirkjuráðs að tilrnælum
kirkjuþings en framkvæmd annaðis*
menntamálanefnd þjóðkirkjunnar, sem
réð í samráði við mig sr. Þorvald
Karl Helgason til þess að undirbúa.
skipuleggja og stýra ráðstefnunni. Eru
allir á einu máli um það, að hann haf'
með miklum ágætum leyst það hlut'
verk af hendi. Ágæt erindi voru