Kirkjuritið - 01.06.1976, Qupperneq 34

Kirkjuritið - 01.06.1976, Qupperneq 34
Skipstjórinn, Kristleifur Jónatans- son var einlægur trúmaöur. Hann lét alla skipverja vera viðstadda við hús- lestra á hverjum helgidegi. Eftir að eg var orðinn sóknarprestur í Ólafsvík, kynntist eg Kristleifi mjög vel. Hann var þá bóndi í Efri-Hrísum í Fróðár- hreppi. Hann var í mörg ár meðhjálp- ari við kirkjuna á Brimilsvöllum. Hann átti góða konu og mörg börn. Öll fjöl- skyidan var einlæglega trúuð og kirkjurækin. Kristleifur Jónatansson var fæddur á Vindási í Eyrarsveit 2. jan. 1873. En hann andaðist á heimili elztu dóttur sinnar í Rifi á Snæfellsnesi 7. febr. 1946. Stýrimaðurinn á seglskútunni hét Sigþór Pétursson og bjó í Klettakoti í Fróðárhreppi. Hann varð síðar fiski- sæll og heppinn skipstjóri á seglskút- um frá Vestfjörðum. Sigþór var einnig trúrækinn, kirkjunnar maður. Mér verður það ávallt minnisstætt, hvernig hann tók harmafregninni, er eg til- kynnti honum, að elzti sonur hans hafði verið myrtur suður í Frakklandi. Hann og fjölskylda hans tók þeirri harmafregn með algjörri undirgefni undir Guðs vilja. Kristjana, dóttir Sig- þórs, hefur verið organleikari við Brim- ilsvallakirkju frá því kirkjan var byggð árið 1923 og er það enn. Hún var líka í mörg ár organleikari við Ólafsvíkur- kirkju. Ég og fjölskylda mín eigum margar góðar minningar um samstarf- ið við hana og mann hennar, Guðbrand Guðbjartsson, hreppstjóra í Ólafsvík. Sigþór Pétursson var fæddur í Klettakoti í Fróðárhreppi 26. des. 1880. Hann andaðist í Ólafsvík 22. júlf 1951. Margir sjómenn eru mér minnis- stæðir, en minnisstæðastur er mér þó 112 formaðurinn á litla róðrarbátnum, sem ég reri með sumarið 1911. Hann hét Oliver Bárðarson. Hann var svo sterk- ur, að hann var talinn sterkasti maður á Snæfellsnesi, og hann var talinn það með sanni. Þótt hann væri líkamlega sterkur, tel eg, að hann hafi þó verið andlega sterkari. Guð lagði á hann margar þungar byrðar, sem hann bar með Guðs hjálp með afbrigðum vel. Oliver var talinn veðurgleggsti mað- urinn í Ólafsvík. Eg man t. d. eftir því, að einu sinni, einn morgun, vorum við allir þrir, sem á bátnum vorum, komn- ir sjóklæddir til skips eins og það var kallað. Margir litlir bátar reru þá fra sandinum í Ólafsvík. Veður var gott, og flestir bátanna voru því rónir. En Þa sagði Oliver okkur að halda heim, Því honum litist ekki vel á veðurútlitið- Þennan dag hvessti af útsuðri, og sjór varð mjög erfiður litlu bátunum. Einn dag vorum við eini báturinn, sem reri frá Ólafsvík. Hálfgert leið- indaveður var um morguninn, þegar við rerum. Vegna þess reru aðrir far' menn ekki. Þá var líka alllangróið fyrir litla báta. Róa þurfti vestur á móts við Hellissand. En við fengum gott sjó- veður þennan dag. Siglt var bæði fra'11 og aftur í bezta ieiði, og við öfluðum vel. Oliver fór alltaf síðastur upp í bát- inn og ýtti bátnum á flot. Þá sagði hann alltaf sömu setninguna: „Nú ýtum við í Drottins nafni.“ Strax og allir voru seztir undir árar, tók hann ofan sjO' hattinn, og það gerðum við hásetarnit einnig, og þá var beðin sjóferðarbsen- Margir formenn í Ólafsvík notuðu sína eigin sjóferðabæn. Eg heyroi suma þeirra fara með þá bæn, sem Þe,r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.