Kirkjuritið - 01.12.1976, Blaðsíða 66

Kirkjuritið - 01.12.1976, Blaðsíða 66
an, sem ég vildi helzt komast hjá. En vér Þjóðverjar erum villt, gróf og ofsafengin þjóð, sem ekki er svo auð- velt að hefja samstarf við, nema mikil neyð reki til. Áfram í Guðs nafni! í þýzkri guðs- þjónustu er fyrst og fremst þörf fyrir góðan katekisma, sem inniheldur að- alatriði, er einfaldur í framsetningu og auðskilinn. Katekismi er fræði, þar sem heiðingjar, sem vilja gerast kristn- ir, eru fræddir um trú og verk kristin- dómsins svo og það, sem á að láta ó- gert og mönnum ber að vita. Eftir þessu hafa lærisveinar, sem teknir voru til slíkrar fræðslu í trúnni, áður en þeir voru skírðir, verið kallaðir katekumenar. Þessari fræðslu get eg ekki skipað betur eða verr, þar sem hún hefur verið ákveðin frá upphafi kristninnar og haldizt síðan, þ. e. í þremur liðum, boðorðunum tíu, trúar- játningunni og Faðir vor. í þessum þremur liðum stendur næstum allt einfalt og stutt, sem nauðsynlegt er fyrir kristinn mann að vita. Þessi fræðsla verður að fara þannig fram, þar sem ekki er enn fyrir hendi sér- stakur söfnuður, að hún verði flutt í predikun á stólnum og sögð fyrir eða lesin upphátt á heimilum kvölds og morgna fyrir börn og starfsfólk, ef menn vilja að þau verði kristin. Ekki skal aðeins farið þannig að, að þau læri orðin utan að eða lesi þau upp- hátt, eins og æiður hefur verið hingað til, heldur séu þau spurð út úr hverj- um lið og látin svara, hvað hvert atriði þýði og hvernig þau skilji það. Ef ekki er hægt að spyrja um allt í einu, þá skulu menn taka einn lið fyrir á dag. En þar sem foreldrar eða aðrir forráða- menn unglinganna vilja ekki leggja á sig þetta erfiði eða fela öðrum það á sínum vegum, þá verður ekki komið á neinum katekisma, nema komið sé á sérstökum söfnuði eins og fyrr segit’ Nánar tiltekið skulu menn spyrj3 þau þannig: „Hvað biður þú?“ Svar: „Faðir vor.“ „Hvað þýðir þetta, sem þú biður: Faðir vor þú, sem ert á himn- um?“ Svar: „Að Guð er ekki jarðn- eskur, heldur himneskur faðir, sem vill gera oss rík og sáluhólpin á himnum-' „Hvað þýðir þá:... helgist þitt nafn?‘ Svar: „Að vér heiðrum og upphefjum nafn hans, svo að það verði ekki fyrir lasti.“ „Hvernig verður það fyrir lasti og vanhelgað?“ Svar: „Er vér, sem eigum að vera börn hans, lifum rang- lega, kennum það, sem rangt er, og trúum því.“ Enn fremur hvað Guðsríki sé, hvernig það komi, hvað Guð vilj>* hvað sé daglegt brauð o. s. frv. Þann- ig sé einnig farið með trúarjátninguna- „Hvernig trúir þú?“ Svar: „Eg trúi á Guð föður.“ Því næst kemur hver lið' ur, eftir því sem tími vinnst til, eina eða tveir í einu. Þannig er spurt: „Hvað þýðir það að trúa á Guð föður almátt' ugan?“ Svar: „Það þýðir, að vét treystum honum af hjarta algjörleg3 og væntum af honum með vissu náð- ar, velvilja, hjálpar og huggunar het í þessu lífi og að eilífu.“ „Hvað þýð^ að trúa á Jesúm Krist, son hans? Svar: „Það þýðir, að vér trúum hjarta, að vér værum að eilífu týndih ef Kristur hefði ekki dáið fyrir oss o. s- frv.“ Þannig sé einnig spurt um boð' orðin tíu, hvað fyrsta, annað, þriðja og önnur boðorð þýði. Slíkar spurningar má einnig taka úr bænabók vorri, Þar sem þessir þrír liðir eru stuttlega út 304
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.