Kirkjuritið - 01.12.1976, Blaðsíða 29
manna vinsælastur, enda þótt hann
ætti þa5 til að fara hörðum orðum um
sína andstæðinga. Hann skrifaði tals-
vert um trúmál og kennir þar allmikils
trúarhita. En enginn, sem þekkti sr.
Steingrím, gat efast um, að hann vildi
ðanga á Krists vegum og gerði það
eítir sínum skilningi.“
Af þessum tveimur, allt að því sam-
hljóða, vitnisburðum verður vart í efa
éregið, hvílíkur sáðmaður sr. Stein-
Qrímur var meðal landa sinna. —
Áhuga hans á barnafræðslu og æsku-
lýSsmálum má bezt marka á því, að
hann hafði mestan veg og vanda
af •— og ritstýrði oftast, þeim þremur
tímaritum fyrir börn og unglinga, sem
kirkjufélagið gaf út. En það voru:
Kennarinn, 1897—1905; Börnin, 1905-
1908 — og Framtíðin, 1908—1910, —
a,|t vönduð og efnisrík rit, sem bera
með sér ást ritstjórans á verkefninu
og sýna, svo eigi verður um villzt,
hvílíka alúð hann lagði í það.
Þá má að lokum geta þess, að elzti
sonur sr. Steingríms er sr. Octavíus
^horláksson, sem starfaði að heið-
irigjatrúboði í Japan á vegum kirkju-
jéiagsins á árunum 1916—1942 (eða
'43). — Sr. Steingrímur Þorláksson
skipaði á starfsferli sínum allar helztu
trúnaðarstöður innan kirkjufélagsins.
Árið 1940 var hann kjörinn heiðurs-
torseti þess — og það sæti skipaði
|lann til æviloka. — Hann andaðist í
ianúarbyrjun (8. jan.) árið 1943, 86
éra að aldri, — og hafði hann þá gegnt
Þreststarfi í 55 ár.
þó að prestar kirkjufélagsins væru
°rðnir 4 á kirkjuþingi 1889, þá var
Þrestsleysi safnaðanna eigi að síður
al'ð svo tilfinnanlegt, að þingið ákvað
að senda forseta sinn, sr. Jón Bjarna-
son, heim til íslands og freista þess að
fá þar presta til handa söfnuðunum.
Enginn verulegur árangur varð þó af
þeirri för að því er snerti komu ís-
lenzkra presta vestur um haf. Og á
kirkjuþingi 1890 skýrði sr. Jón á eftir-
farandi hátt frá þeirri niðurstöðu, sem
hann taldi sig hafa komizt að í íslands-
ferðinni. „Það er sannfæring mín, aðsú
guðfræðimenntun, sem mönnum veitist
heima á íslandi, svari yfir höfuð ekki
til þeirrar kröfu, sem kirkjulífið og
kirkjubaráttan í þessu landi gjörir til
þeirra manna, er eiga að vera leið-
endur safnaða vorra. Ég hygg, að það
sé lífsspursmál fyrir kirkjufélag vort,
að það fái sér sem allra fyrst presta, er
gengið hafa í guðfræðiskóla hér í
landinu. Það þarf að fá unga og efni-
lega menn af vorum þjóðflokki til þess
að ganga guðfræðináms-veginn á ein-
hverjum góðum, lútherskum skóla
þessa lands, upp á það, að þeir síðar
taki til starfa sem prestar meðal síns
eigin þjóðflokks í hinni ameríkönsku
dreifing." — Þá stefnu aðhylltist
kirkjufélagið, — og var henni — að
mestu leyti fylgt upp frá því.
Þó skal hér getið tveggja presta,
sem fyrir aldamótin gengu í þjónustu
kirkjufélagsins, en höfðu hlotið sína
guðfræðimenntun hér heima, — en
það voru þeir sr. Hafsteinn Pétursson
og sr. Oddur V. Gíslason. — Sá fyrr-
nefndi kom óvígður til Vesturheims ár-
iS 1890. Hafði hann þá, að afloknu
embættisprófi við Prestaskólann í
Reykjavík, — stundað framhaldsnám
í guðfræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla. Söfnuðurinn í Argyle í Suður-
Manitoba hafði sent honum köllun að
267