Kirkjuritið - 01.12.1976, Blaðsíða 45
hann hefði verið dagstund fyrir austan
sól og sunnan mána, hvað þá heldur
næ>'; allir hlutir, sýnilegir og ósýnilegir,
lr|nan seilingar. Trúmaður, sem ó-
dei9ur hafði mundað krossinn and-
sP^nis misjafnlega vinveittum her-
skörum kínverskra berfætlinga, skilið
og unnað þeim. Fræðari, sem starf-
aö óafði við fjarstæðukenndar mennta-
stofnanir í löndum, sem maður tæpast
vissi, hvað hétu, því síður, að nokkurt
°kkar léti sig þau varða, — nema hann.
^annvinur, er annazt hafði líkþráa
inum megin á jörðunni. Ævintýra-
Persóna. Sveitadrengur úr Grafningi.
etta allt vissum við í nokkrum mæli.
„9 Þó var hann í okkar augum öllu
oSru fremur eitthvað annað: Kennari,
Vlnur, félagi og leikbróðir, — fáum
^önnum líkur. Hitt var forsaga, undir-
StaSa, baksvið, óhjákvæmileg umgjörð,
en ekki kjarni máls eða manns.
Af sjálfu leiðir, að það er enginn
æ9ðarleikur að flytja Jóhanni Hann-
essyni eftirmæli. Enda efast ég um,
9 nokkur ætlist til þess af mér.
” rófessor Jóhann“ verður guðfræði-
udentum liðinna ára hjarta nær,
^eðan þeir lifa. Eftir hann munu marg-
9eta mælt. En um Jóhann Hannes-
ekk' VerSur a® skrifa bók. Minna má
' gagn gera. Svo óvenjulegur varð
ssvivegur hans. Sú bók verður nettast
Sarnan sett af einhverjum þeirra, sem
s° ktu hann lengst. Ellegar kirkju-
a9nfræðingur einn góðan veðurdag
ur sig til, flettir hverju blaði og gerir
ssvisögu.
m uPPistöðuna þarf ekki að fara í
a götur. Grundvöllurinn, er Jóhann
^annesson stóð á ævilangt, var eng-
annar en sá, sem lagður er, sem er
Jesús Kristur. Tvítugur að aldri var
sveitapilturinn íslenzki kominn til náms
á kristniboðsskóla í Noregi. Á sex
árum lýkur hann öllu í senn, stúdents-
prófi í Stafangri, prófi í kristniboðs-
fræðum og trúarbragðavísindum á
sama stað og kandídatsprófi í guð-
fræði við Háskóla íslands. Þessi harða
raun á sér einn tilgang, — þann að
eflast til kristniboðs. Stefnunni er fram
haldið, nám í læknisfræði, frekara guð-
fræðinám, loks kínverska. Enn er
markmiðið Ijóst. Og nú verður það
að veruleika: Jóhann Hannesson
stefnir í austurveg, til Kína. Þar boð-
ar hann heimamönnum fagnaðarerind-
ið sleitulítið á árunum 1939—1952,
ásamt konu sinni, Astrid, en þau höfðu
gengið í hjónaband skömmu áður en
lagt var upp í langa ferð.
Hér veit ég, að mörgum kemur í
stanz: Höfðum við, nemendur prófess-
ors Jóhanns, nokkurn tíma fyrir því
að spyrja hann gaumgæfilega um
þessi ár? Vissulega var þeirra Iöngum
getið í framhjáhlaupi. En hvenær varð
af því, að við gengjum eftir samfelldri
frásögn? Störf Jóhanns Hannessonar
austur þar voru umfangsmikil og sund-
urleit. Auk þess gekk heimsstyrjöld
yfir landið, síðan borgarastyrjöld.
Hvernig var ævi þín og þinna þarna í
nornakatli nýrrar aldar allan þennan
tíma, elskaði vinur? Þú, sem aldrei
lokaðir augunum fyrir nokkru því, er
mannlegt var, hvernig fékkst þú af-
borið allt það, sem að steðjaði? Nú er
orðið of seint að bera þessar spurn-
ingar fram. Ef til vill fá eftirlifandi ást-
vinir Jóhanns Hannessonar svarað
þeim í hans stað að nokkru. En víst
mun um það, að þarna var erfiðað í
283