Kirkjuritið - 01.12.1976, Blaðsíða 46
Jesú nafni vi5 aðstæður, sem dæmafá-
ar eru meðal íslenzkra Kristsmanna
fyrr og síðar.
Á einni af örlagastundum mannkyns
var sagt, að aldrei hefðu jafn margir
átt jafn fáum jafn mikið að þakka. Þao
mun ekki fjarri lagi, að við kirkjunnar
þjónar, sem heima sitjum í náðum,
skuldum kristniboðum allra tíma áþekk
þakkarorð. Jóhann Hannesson var einn
hinna fáu.
Enn var stefnunni fram haldið, er
heim kom, leiðarljósið óbreytt, einn
Drottinn Jesús Kristur. Við prestsþjón-
ustu og margháttaða fyrirgreiðslu á
Þingvöllum, við samantekt aragrúa
greina og ritgerða, við tilþrifamikla
þátttöku í félags-, menningar- og
mannúðarmálum hverskonar var séra
Jóhann Hannesson hinn sami á íslandi
og hann áður hafði verið meðal fram-
andi þjóða, grundvöllur tilveru hans og
óhaggaður. Slíkur var séra Jóhann
enn, er hann árið 1959 var skipaður
prófessor við guðfræðideild Háskóla
islands, en því starfi gegndi hann með-
an heilsa og líf entust.
Af litlu skal manninn marka. Mér
gleymast seint fyrstu kynni við prófess-
or Jóhann, en þau tókust, er ég settist
á skólabekk hjá honum haustið 1961.
Um sama leyti hafði ég ráðizt í það að
safna að mér börnum innan skóla-
aldurs og kenna þeim að stauta og
draga til stafs. Hér var meir unnið af
kappi en forsjá, enda ,,skólahúsnæðið“
ekki annað en herbergiskytra í kjall-
araíbúð okkar hjóna. Ekki leið á löngu
þar til prófessor Jóhann hafði spurt
mig margs og þar á meðal um lífsvið-
urværi fjölskyldunnar. Innan fárra daga
brá hann mér á eintal, spurði hvort ég
284
ekki vildi þiggja raunverulega kennslu-
stofu við nýtilegar aðstæður, húsaleiga
nánast táknræn. Ég stamaði fram ein-
hverju, sem átti að heita þakkarorð,
— fékk velfarnaðaróskir, — og í fyrsta
sinni hið sérkennilega bros prófessors
Jóhanns, hlýtt og innilegt, blandið
glettni, allt að því gáska, sem gerði
hann í einni svipan að jafnaldra og
lagsbróður. Löngu síðar, er ég hafði
starfað í nefndu húsnæði um árabil og
bjóst til að þakka eigendum gisting-
una, komst ég að því, að vistarvera
þessi var alls ekki til leigu að jafnaði-
Þar hafði prófessor Jóhann um vélt,
óbeðinn og að eigin frumkvæði, til
þess eins að styðja vandalausan og
honum ókunnan nemanda sinn í lífs'
baráttunni.
Þetta var engan veginn einsdæmi'
Þannig var prófessor Jóhann, — mað-
urinn, sem okkur stundum þótti ,,Pr°'
fessor" í orðsins hefðbundnustu °g
gamansömustu merkingu, annars hug'
ar, djúpt sokkinn í vangaveltu um °'
segjanleg efni.
Ég hygg ég hafi aldrei kynnzt jafn
margslungnum persónuleika. Skemmti'
legastur var prófessor Jóhann, þegar
fjallað var um almenna trúarbragð3'
sögu. Þar virtist þekking hans nokkurn
veginn ótæmandi, enda maðurinn a
eigin raun gjörkunnugur ýmsum helztu
trúarbrögðum samtímans og furðuleg3
næmur á innviðu þeirra. Sama mál1
gegndi um hugmynda- og heimspek1'
sögu. Þar kom enginn að tómum k°^'
um í garði prófessors Jóhanns. tJ171
ræður við efablandna og áhyggjusam3
trúskiptinga létu honum hverjum manm
betur. Mátti einu gilda, hvort þær fórU
fram í kennslustundum, á sólskins