Kirkjuritið - 01.12.1976, Blaðsíða 39
Guðrún Lárusdóttir.
Vröi að láta staðar numið vegna erfiðr-
ar fjárhagsstöðu. Var þá hlutafélagið
leyst upp.
En Sr. Sigurbjörn gafst ekki upp.
I~lann tók Bjarma að sér sem útgef-
andi og ritstjóri og gaf hann út í tvo
aratugi (1916—1935). Bjarmi átti stór-
an vinahóp í landinu.
1 fyrsta eintaki Bjarma undir stjórn
Sr- Sigurbjörns gerir hann grein fyrir
atefnu blaðsins. Þar stendur m. a.
Þetta:
’.Eins og að undanförnu mun blaðið
9anga í berhögg við vantrú og hjátrú,
nverju nafni sem þær frænkur skreyta
ai9, og hvorki hræðast hroka né
vJ°n®*nl ..frjálslynda" flokksins, sem
' láta kirkjuna haga seglum eftir
Verjum nýjum goluþyt. Samt sem áð-
mun blaðið ekki styðja neinn „dauð-
rett-trúnað, sem játar að vísu allar
nrungar lúthersku kirkjunnar, en
virðist kærulítill um allt safnaðarlíf.
Eftir fremsta megni mun ég forðast
allar deilur við einlæga kriststrúar-
menn, þótt þeir hafi frábrugðnar skoð-
anir, í einhverjum trúmálaatriðum, en
skuldbind mig þó ekki til að láta blað-
ið þegja við árásum þeirra á réttar
kenningar kirkju vorrar.“
Auk ritstjórnar og útgáfu Bjarma
skrifaði sr. Sigurbjörn ritgerðir og gaf
út sem smárit, einnig nokkrar bækur
frumsamdar. Sumt þýddi hann og gaf
út. Ritað mál, sem eftir hann liggur á
prenti, er æði mikið. En fullkomin skrá
yfir ritverk hans mun ekki vera fyrir
hendi.
Fyrir utan hið frjálsa kirkjulega
starf, hafði hann með höndum ýmis
trúnaðarstörf. Hann var t. d. form.
Barnaverndarráðs um skeið, skipaður
í nefnd til að gera tillögur um upp-
eldi vangefinna barna. Annaðist fanga-
hjálp. Féhirðir líknarsjóðs íslands. For-
maður sóknarnefndar dómkirkjunnar, í
stjórn Hins íslenska Biblíufélags o. fl.
o.fl.
Meðal annarra mannúðarverka hans
var að beita sér fyrir fjársöfnun til
hjálpar finnskum börnum eftir lok síð-
ari heimstyrjaldar. Var hann sæmdur
finnskri orðu í viðurkenningar skyni
fyrir það verk.
Hann sótti 5 kirkjuleg alþjóðaþing
erlendis og 6 samnorræn þing og um
20 trúmála- og líknarmálaþing á fjór-
um Norðurlöndum. Hann var boðs-
gestur ísl. kirkjufélagsins lútherska
vestanhafs sumarið 1918. Hann var
fulltrúi Biblíufélags Skotlands í 30 ár,
og fulltrúi Breska og erlenda Biblíu-
félagsins hátt á þriðja áratug.
Áratugi var hann aðal-tengiliður milli
277