Kirkjuritið - 01.12.1976, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.12.1976, Blaðsíða 40
ýmissa erlendra kirkjustofnana og ís- lensku kirkjunnar, — óformlega þó. — Afköst hans á því sviði voru mikil. Auk þess, sem hann hélt fyrirlestra víða er- lendis um íslensk kirkjumál og ritaði greinar í erlend tímarit, átti hann marga tryggðavini meðal kirkjulegra forystumanna erlendra og stóð í stöð- ugum bréfaviðskiptum við þá. Hann var þrekmaður til starfa og reglufast- ur. Aldrei söfnuðust fyrir ósvöruð bréf á skrifborði hans. Ég varð sjónarvottur að því, hvernig honum var eitt sinn tekið í aðalstöðv- um Breska- og erlenda Biblíufélags- ins. Menn við aldur, sem komnir voru til æðstu trúnaðarstarfa, fögnuðu hon- um opnum örmum í bókstaflegri merk- ingu þeirra orða, og yngri kynslóðin, sem aldrei hafði séð hann, en þekkti samt nafn hans, gladdist auðsjáanlega yfir komu hans og sýndi honum ást- úðlega virðingu. Hvar sem við komum um þá stóru stofnun, virtust allir þekkja Rev. Gíslason og gleðjast yfir komu hans. Með ýmsu móti styrkti hann kirkju- lífið í landinu. Á ferðalögum sínum um landið, meðan hann var ungur, heim- sótti hann presta og uppörfaði þá í starfi þeirra. Það var eitt af ástsælum verkum þessa vökumanns, er hann sendi barnablaðið Jólakveðjuna íslenskum börnum inn á hvert heimili, sem gjöf frá dönskum sunnudagaskólabörnum. — Nú getur enginn maður ímyndað sér, hve mikið sú kveðja gladdi börn þess tíma. Hann útvegaði lengi „Ljósgeisla", fallegar Biblíumyndir handa sunnu- dagaskólum. Heim til sín bauð hann oft nýjum guðfræðikandidötum til samræðu og kynningar. Þeir vissu upp frá því, ao skrifstofa hans stóð þeim opin, og þar voru í bókahillum erlendar guðfræðibækur til sölu á ótrúlega lágu verði. Og jafnan hafði hann einhver erlend guðfræðileg tímarit eða sérprentaðar ritgerðir eða annað prentað mál, sem snerti störf presta — til að gefa þeim í nesti. Hann veitti mönnum góðgerðir, og var afar skemmtilegur heim að sækja, hann sagði oft fróðlegar sögur og gamansögur frá fyrri tíð, eða hann gaf góð ráð, eins og þetta: Stöðvaðu ekki hendur konu þinnar, þegar hana langar að gleðja einhvern. Séra Sigurbjörn Ástvaldur var hár og grannur, beinvaxinn og bar höfuð- ið hátt. Hann var bjartur og bjart- hærður, fríður, stoltur á svip og höfð- inglegur. Hann gat verið kuldalegur og fráhrindandi í fyrstu. En umhyggj3 hans fyrir annarra manna þörfum, bæði í nálægð og fjarlægð, var einstæð og ótrúleg. — Og hraðinn til úrlausnar og hjálpar öðrum mönnum, var einnig furðulegur. Oft var hann einn í mann- fjölda, en aldrei einn af fjöldanum. " Löngum léku kaldir vindar um þennan tind, beindust að heimili hans og trU hans. — Mótstöðumenn hans voru ó- sparir á nafnið hræsnari um þennan heilsteypta mann. Atvinna hans var stærðfræðikennsla- Kenndi hann við vélstjóraskólann 1 þrjátíu ár, en auk þess um tíma við aðra skóla. Þegar sr. Sigurbjörn var orðinn 66 ára og kominn að því aldursskeið'i sem nú er talið hæfa ellilaunum og &tl' 278
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.