Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 40

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 40
ýmissa erlendra kirkjustofnana og ís- lensku kirkjunnar, — óformlega þó. — Afköst hans á því sviði voru mikil. Auk þess, sem hann hélt fyrirlestra víða er- lendis um íslensk kirkjumál og ritaði greinar í erlend tímarit, átti hann marga tryggðavini meðal kirkjulegra forystumanna erlendra og stóð í stöð- ugum bréfaviðskiptum við þá. Hann var þrekmaður til starfa og reglufast- ur. Aldrei söfnuðust fyrir ósvöruð bréf á skrifborði hans. Ég varð sjónarvottur að því, hvernig honum var eitt sinn tekið í aðalstöðv- um Breska- og erlenda Biblíufélags- ins. Menn við aldur, sem komnir voru til æðstu trúnaðarstarfa, fögnuðu hon- um opnum örmum í bókstaflegri merk- ingu þeirra orða, og yngri kynslóðin, sem aldrei hafði séð hann, en þekkti samt nafn hans, gladdist auðsjáanlega yfir komu hans og sýndi honum ást- úðlega virðingu. Hvar sem við komum um þá stóru stofnun, virtust allir þekkja Rev. Gíslason og gleðjast yfir komu hans. Með ýmsu móti styrkti hann kirkju- lífið í landinu. Á ferðalögum sínum um landið, meðan hann var ungur, heim- sótti hann presta og uppörfaði þá í starfi þeirra. Það var eitt af ástsælum verkum þessa vökumanns, er hann sendi barnablaðið Jólakveðjuna íslenskum börnum inn á hvert heimili, sem gjöf frá dönskum sunnudagaskólabörnum. — Nú getur enginn maður ímyndað sér, hve mikið sú kveðja gladdi börn þess tíma. Hann útvegaði lengi „Ljósgeisla", fallegar Biblíumyndir handa sunnu- dagaskólum. Heim til sín bauð hann oft nýjum guðfræðikandidötum til samræðu og kynningar. Þeir vissu upp frá því, ao skrifstofa hans stóð þeim opin, og þar voru í bókahillum erlendar guðfræðibækur til sölu á ótrúlega lágu verði. Og jafnan hafði hann einhver erlend guðfræðileg tímarit eða sérprentaðar ritgerðir eða annað prentað mál, sem snerti störf presta — til að gefa þeim í nesti. Hann veitti mönnum góðgerðir, og var afar skemmtilegur heim að sækja, hann sagði oft fróðlegar sögur og gamansögur frá fyrri tíð, eða hann gaf góð ráð, eins og þetta: Stöðvaðu ekki hendur konu þinnar, þegar hana langar að gleðja einhvern. Séra Sigurbjörn Ástvaldur var hár og grannur, beinvaxinn og bar höfuð- ið hátt. Hann var bjartur og bjart- hærður, fríður, stoltur á svip og höfð- inglegur. Hann gat verið kuldalegur og fráhrindandi í fyrstu. En umhyggj3 hans fyrir annarra manna þörfum, bæði í nálægð og fjarlægð, var einstæð og ótrúleg. — Og hraðinn til úrlausnar og hjálpar öðrum mönnum, var einnig furðulegur. Oft var hann einn í mann- fjölda, en aldrei einn af fjöldanum. " Löngum léku kaldir vindar um þennan tind, beindust að heimili hans og trU hans. — Mótstöðumenn hans voru ó- sparir á nafnið hræsnari um þennan heilsteypta mann. Atvinna hans var stærðfræðikennsla- Kenndi hann við vélstjóraskólann 1 þrjátíu ár, en auk þess um tíma við aðra skóla. Þegar sr. Sigurbjörn var orðinn 66 ára og kominn að því aldursskeið'i sem nú er talið hæfa ellilaunum og &tl' 278

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.