Kirkjuritið - 01.09.1977, Side 48

Kirkjuritið - 01.09.1977, Side 48
sögu helgist að nýju af kristinni iðkun og starfsemi og fái aftur kirkjulegan höfðingssvip. Ekki óska ég þess, að kirkjan berist á, hvorki hér né ella, sízt hér. En hún verður að kunna að meta og nota þau ítök, sem Skálholt á í huga þjóðarinnar. Kirkjan á að meta sínar minningar og þjóðarinnar, sína framtíð og þjóðarinnar, þess að tengja veigamikla þætti lífs síns og starfs við þennan stað. í tveim stærstu blöðum landsins hafa á þessu sumri á rit- stjórnarstað komið fram alleindregnar tillögur um það, að biskup- inn yfir íslandi skuli setjast að í Skálholti. Annar þessara ritstjóra, Sigurður Bjarnason, hefur áður vakið máls á þessu í blaði sínu og líka á öðrum vettvangi. Og öðru sinni í sumar kom fram í öðru þessara blaða, Tímanum, tillaga um það, rituð af meðrit- stjóra blaðsins, að sjálf Guðfræðideildin skuli flutt í Skálholt. Þetta eru dæmi, engan veginn einstæð, um það, hvernig leik- menn hugsa til þessa staðar. í einni þessara greina var komizt svo að orði, að þær tillögur, sem fram hafa komið frá klerkum, væru lítilla sanda og sæva. Mátti finna, að lítil þættu geð þeirra guma, sem um þær hafa fjallað. Nú er ekki víst, að þetta sé að öllu sanngjarn dómur né rétt ályktað. Það gæti hugsazt, að raunsæi þeirra, sem málum eru kunnugastir, valdi því, að tillögur þeirra hafa ekki verið svona stórar í broti. En vert er að gefa slíkum röddum gaum. Þær mega minna á, að kirkjunnar mönnum ber að sýna, að þeir hafi tillögur fram að færa, hugsjónir um Skálholtsstað, er ekki beri vitni um lítil geð. Þjóðin vill, eða þorri hennar, að hér verði biskupsstóll og kirkju- legt menntasetur. Og sá hluti hennar, sem hefur ekki enn gert sér grein fyrir óskum sínum, myndi taka því með þökkum að fá viturlega hjálp til þess að ráða dulda drauma sína um þennan tignarstað. Úr Víðförla 1954

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.