Kirkjuritið - 01.09.1977, Side 54

Kirkjuritið - 01.09.1977, Side 54
þau mig á börn, sem leiðast undir kveld. Hún kom því ioksins til leiðar, að hann tíndi saman kvæði sín og gaf þau út. Bókin heitir: Nokkur kvæði og vísur. Þar eru mörg skemmtileg kvæði og góðar vísur. Það var ekki mikið rætt um þá bók. Ekki einu sinni kölluð ,,laundrjúg“, ellegar höfundur kallað- ur „lágróma skáld“ í einhverskonar yfirhafinni merkingu, og orðin talin „þeim mun þyngri á metunum“. Ingibjörg Blöndal reyndist sr. Sig- urði sannur vinur til æviloka. Sr. Sigurður lifði það, sem nú er kallað ,,mannsæmandi“ lífi. — Hann bjó í gömlum torfbæ, „eins og Mímir við sinn brunn“. Eitt herbergi í þeim bæ hafði langafi hans hlaðið. Torf- strengjaskil sáust þar ekki lengur. Þessir gömlu veggir hölluðust ekki, voru steinlausir og sléttir, gljáðu eins og moldargóifið, fastgrónir eins og jörðin. Foreldrar sr. Sigurðar byggðu tvær stofur af bænum og svefnherbergin uppi yfir þeim. Önnur var stór setu- stofa, kölluð „salurinn'1, hin minni, borðstofa með innbyggðum skáp fyrir leirtau. í þessum bæ ólst sr. Sigurður upp og bræður hans. Lengi mun þetta hafa verið talinn veglegur bær. En eftir að allir íslendingar lærðu að reikna hefur gengið betur að fella forna, hlaðna veggi en að reisa. Sr. Sigurður hefur líklegast orðið til þess fyrstur manna að friða selalátur sitt. Ungviðis deyðing er útrýming stofnsins. Nágranni hans sá, að frið- unin var gott verk, og gerði eins. Þess- ir tveir menn auðguðu um langt skeið strand-dýragarð íslands. Sr. Sigurður hefur skilið jörð sína eftir sem friðað- an reit. Séra Sigurður, eitt haust, þegar hann kom til Reykjavíkur, sagði mér, að fjórir kópar hefðu komið með freyð- andi haföldunni og horft til sín út úr öldunni „saklausum barnsaugum, djúp' um og hreinum“ (EB). „Þeir komn þannig aftur og aftur“, sagði sr. Sið' urður, „og horfðu á mig, eins og Þe'r væru að heilsa mér“. Þannig dvöldu þeir hjá honum, á meðan aldan reis- Einu sinni sagði ég við sr. Sigurð- Finnst þér ekki einkennilegt, að nokk' ur maður, skuli geta skotið einn fuð' úr skrúðfylkingu gæsaroddans? Sr. Sigurður horfði í gaupnir sér litla stund og segir síðan: ,,Mér finns\ dauðirm svo alvarlegur, að enginn að leika sér að honum“. Presturinn á Vatnsnesi yfir fjéra áratugi var söngelskur og góður sönð' maður, hafði mjúka og hreina rödd> jafnvel þegar hann var um áttrasd; — Ungur lærði hann íiðluleik dja föður sínum, sagði mér I ngibjörð Blöndal. Stundum, þegar sr. Sigurður ha^1 snúið töðuflekk, gekk hann inn í ba3: söng nokkur lög og spilaði sjálfur un ir á píanó, á meðan sólin þurrka heyið. Tvö píanó voru í torfbænum ein viðla. Þegar sr. Sigurður hætti að þjdna Tjörn, 70 ára gamall, útvegaði hana prest þangað frá Ameríku ,prest, se var nógu mikill heimsborgari til PeS. að setjast að á Vatnsnesi, sr. Róbs ^ Jack. Sr. Róbert er stílgáfumaður^ enska tungu, enskan hans rnóðurm ’ Skotiand hans föðurland, ísland den land. 212

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.