Kirkjuritið - 01.04.1978, Síða 52

Kirkjuritið - 01.04.1978, Síða 52
þess háö andlegri og líkamlegri líðan manna. ViSfang þessarar reynslu — það sem maðurinn skynjar eða upplifir eins og sagt er á óvandaðri íslensku — gaeti verið Jesús Kristur, ímynduð vera eða táknmynd af einhverju tagi — innlif- unin sjálf sker ekki úr um eðli við- fangsins. Sá sem verður fyrir eða tel- ur sig verða fyrir þeirri trúarreynslu að skynja Guð með einhverjum hætti ætti að vita, að hann getur ekki vitað með vissu hvort hann hefur skynjað Guð eða afsprengi eigin ímyndunar. Auk þessara almennu efasemda um trúarreynsluna sem mælikvarða á gildi þess veruleika sem trúin beinist að eru sérstök rök gegn trúarreynslu sem skynjun á Guði. Guð í kristnum skiln- ingi er persóna, þ. e. a. s. vera sem í eðli sínu getur ekki verið viðfang beinnar skynjunar, hvorki ytri né innri: ytri skynjun nær ekki til persónunnar sjálfrar sem er ávallt annað og meira en ytri einkenni og framkoma; og innri reynsla er reynsla af eigin sálarlífi en ekki sálarlífi annarrar persónu. Hvern- ig er þá sambandi persóna háttað? Hvernig skilja þær hver aðra? Þær tjá vitund sína um sjálfa sig og aðra, hlut- ina og heiminn með athöfnum. Mál er skýrasta dæmi slíkra athafna: það er birtingartákn persónunnar; veruleiki orðanna er ósýnleg merking sem er skilin eða misskilin en hvorki skynjuð eða upplifuð á einhvern dularfullan hátt. Guðshugtak kristinna manna er hugtak um algera persónu þ. e. veru sem birtist einungis í orðum sínum eða réttara sagt orði sínu. Að trúa á kristna vísu er því að taka við orði Guðs — á hliðstæðan hátt og maður heyrir orð annars manns og treystir því að þau birti í sannleika vilja hans og hugsanir. í fáum orðum sagt er trúarreynslan annars vegar hugsanlegur vettvangur ótal blekkinga, hins vegar annað en sú trú á Guð sem hvílir á skilningi a orði hans. Niðurstaða þessarar gagn- rýni er því sú að trúarreynslan ein se á engan hátt undirstaða þekkingar eða skilnings á því hvað það sé að vera kristinn. Með þessu er ekki verið að neita þeirri staðreynd að Kristur sé sumum mönnum lifandi veruleiki og öðrum ekki. En vilji menn styðja afstöðu sína í þessum efnum almennum rökum Þa ber mönnum að gera það með því a® vísa til skilnings síns á orðum Krists eða á Kristi sem lifandi orði Guðs. Athugasemdir mínar fela ekki í ser neina fordæmingu á trúarreynslunm. öðru nær; án hennar væru trú og trúaf- líf óhugsandi. En þótt trúarreynslan se nauösynlegur þáttur trúarlegs lífs Þa nægir hún ekki ein sér til að grund- valla kristna lífsskoðun eða kristna trú. Hún veitir okkur ekki skilning a boðskapnum sjálfum né vitneskju um hvað það sé að vera kristinn. Sífelldar tilvísanir manna til eigin reynslu trúarlegum efnum bjóða á hinn bo9 inn heim afstæðishyggju eða Hug hyggju sem brjóta algerlega í ba^a við hinn hlutlæga, þ. e. óháður okka huga, boðskap Krists: „Ég er vegur inn, sannleikurinn og Iífið.“ . * Kristni sem lifandi trú og trúarbrög er jákvætt andsvar við boðskapnU^ sem fólginn er í þessum orðum Kri og ævi hans allri. Trúarleg hughýððJ getur valdið því að Kristur og b° 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.