Kirkjuritið - 01.04.1978, Page 60

Kirkjuritið - 01.04.1978, Page 60
Staðleysa (utopia) kristninnar og krafa fræðilegrar skynsemi eru tví- mælalaust gerólík horf við heiminum; eflaust hefði þróun mannkynsins orðið önnur ef „söguleg tilviljun“ hefði ekki valdið því að þau mættust á miðöld- um og tóku að móta saman menningar- heim Vesturlanda. Án staðleysunnar hefðu vísindin e. t. v. orðið trúarbrögð, miklu fáránlegri og skelfilegri en nokk- ur önnur; án vísindanna hefði stað- leysan e. t. v. orðið gervivísindi eða blekking. Því fer fjarri að átökunum milli þessara skauta hugsunar okkar sé lokið. Hér á íslandi eru þau tæpast hafin. Sá heimur sem vísindi og tækni boða er heimur án helgra vætta. — Sú veröld sem kristindómurinn boðar er veröld án illra vætta. Bæði skyn- samleg vísindi og sönn kristin trú berjast gegn þeirri forneskju sem byrgir mannkyninu framtíðarsýn, en hvort á sinn hátt og stundum hvort gegn öðru. 6. grein. Sú kenning kann að þykja hæpin að ólíklegt sé að vísindin hefðu eflst án kristinnar trúar. Allir kannast við sög- ur af ofsóknum kirkjunnar á hendur fræðimönnum sem af fyrirhyggjuleysi settu fram skoðanir, sem brutu í bága við kennisetningar kirkjulegra yfir- valda. Eins mun flestum kunnugt hvernig sú heimsmynd sem menn hafa viljað lesa út úr Biblíunni stangast á við þann skilning á heiminum sem vísindin veita. í áðurnefndri grein, „Biblían, kirkj- an og vísindin" ræðir Sigurbjörn Ein- arsson biskup þessi mál og leitast við að leiðrétta þann margháttaða mis- skilning sem ýmsir, bæði trúaðir °g vantrúaðir, hafa verið haldnir í þess- um efnum. Meðal annars hrekur hann nokkrar sögusagnir eða réttara sagt skröksögur sem staðið hafa — og gott ef þær standa ekki enn — í íslenskum sögubókum af viðskiptum kennivalda kirkjunnar og frumlegra fræðimanna- En betur má ef duga skal til að eyða fordómum manna í garð kirkjunnar, ekki síst hinnar kaþólsku kirkju, °n um hana virðast íslendingar almennt hafa gert sér allrangar hugmyndir. Hér er ekki staður til að hrekja sögufalsanir og hleypidóma í 9ar kaþólskrar kirkju. Ég vil hins vegar reifa eina tilraun til skýringar á Þvl hvers vegna átök um kennisetningar’ trúarlegar sem vísindalegar, stjórn málalegar sem siðferðilegar, ber sv° hátt í sögu kirkjunnar. Þessi skýrimð hvílir á þeirri hugmynd að kennisetn ingum sé yfirleitt ekki ætlað það hl°t verk eitt að segja það sem satt ar’ heldur og að tryggja samstöðu urn ákveðnar skoðanir og efla yfirráð °9 hagsmuni þeirra sem með völdin farn' Þessari skoðun er vel lýst í eftirfaran | tilvitnun í „Bréf til jafnaðarmanns eftir Þórberg Þórðarson: „Ef einhver íhugunarlítill sakleY^ ingi segir við mig, að trúarbrög 1 ^ megi ekki gera að tæki ákveði^ flokks eða stefnu, þá svara ég Þ® um og segi: Öll trúarbrögð (el^ og allar aðrar hugsjónir) eru hafa ávalit verið málsvarar ákv® , inna flokka og hreyfinga, bse 1 • trúarlegum og pólitískum skiln|n^^ Katólskan er t. d. afturhaldstru 58

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.