Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1978, Qupperneq 60

Kirkjuritið - 01.04.1978, Qupperneq 60
Staðleysa (utopia) kristninnar og krafa fræðilegrar skynsemi eru tví- mælalaust gerólík horf við heiminum; eflaust hefði þróun mannkynsins orðið önnur ef „söguleg tilviljun“ hefði ekki valdið því að þau mættust á miðöld- um og tóku að móta saman menningar- heim Vesturlanda. Án staðleysunnar hefðu vísindin e. t. v. orðið trúarbrögð, miklu fáránlegri og skelfilegri en nokk- ur önnur; án vísindanna hefði stað- leysan e. t. v. orðið gervivísindi eða blekking. Því fer fjarri að átökunum milli þessara skauta hugsunar okkar sé lokið. Hér á íslandi eru þau tæpast hafin. Sá heimur sem vísindi og tækni boða er heimur án helgra vætta. — Sú veröld sem kristindómurinn boðar er veröld án illra vætta. Bæði skyn- samleg vísindi og sönn kristin trú berjast gegn þeirri forneskju sem byrgir mannkyninu framtíðarsýn, en hvort á sinn hátt og stundum hvort gegn öðru. 6. grein. Sú kenning kann að þykja hæpin að ólíklegt sé að vísindin hefðu eflst án kristinnar trúar. Allir kannast við sög- ur af ofsóknum kirkjunnar á hendur fræðimönnum sem af fyrirhyggjuleysi settu fram skoðanir, sem brutu í bága við kennisetningar kirkjulegra yfir- valda. Eins mun flestum kunnugt hvernig sú heimsmynd sem menn hafa viljað lesa út úr Biblíunni stangast á við þann skilning á heiminum sem vísindin veita. í áðurnefndri grein, „Biblían, kirkj- an og vísindin" ræðir Sigurbjörn Ein- arsson biskup þessi mál og leitast við að leiðrétta þann margháttaða mis- skilning sem ýmsir, bæði trúaðir °g vantrúaðir, hafa verið haldnir í þess- um efnum. Meðal annars hrekur hann nokkrar sögusagnir eða réttara sagt skröksögur sem staðið hafa — og gott ef þær standa ekki enn — í íslenskum sögubókum af viðskiptum kennivalda kirkjunnar og frumlegra fræðimanna- En betur má ef duga skal til að eyða fordómum manna í garð kirkjunnar, ekki síst hinnar kaþólsku kirkju, °n um hana virðast íslendingar almennt hafa gert sér allrangar hugmyndir. Hér er ekki staður til að hrekja sögufalsanir og hleypidóma í 9ar kaþólskrar kirkju. Ég vil hins vegar reifa eina tilraun til skýringar á Þvl hvers vegna átök um kennisetningar’ trúarlegar sem vísindalegar, stjórn málalegar sem siðferðilegar, ber sv° hátt í sögu kirkjunnar. Þessi skýrimð hvílir á þeirri hugmynd að kennisetn ingum sé yfirleitt ekki ætlað það hl°t verk eitt að segja það sem satt ar’ heldur og að tryggja samstöðu urn ákveðnar skoðanir og efla yfirráð °9 hagsmuni þeirra sem með völdin farn' Þessari skoðun er vel lýst í eftirfaran | tilvitnun í „Bréf til jafnaðarmanns eftir Þórberg Þórðarson: „Ef einhver íhugunarlítill sakleY^ ingi segir við mig, að trúarbrög 1 ^ megi ekki gera að tæki ákveði^ flokks eða stefnu, þá svara ég Þ® um og segi: Öll trúarbrögð (el^ og allar aðrar hugsjónir) eru hafa ávalit verið málsvarar ákv® , inna flokka og hreyfinga, bse 1 • trúarlegum og pólitískum skiln|n^^ Katólskan er t. d. afturhaldstru 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.