Kirkjuritið - 01.04.1978, Page 61

Kirkjuritið - 01.04.1978, Page 61
klíka, studd af takmörkuðum flokki ^anria, sem stendur á öndverðum meiði við aðra íhaldstrúarklíku, er kennir sig við dauðlegan mann, sem Lúther hét. Og innan lúthersk- unnar úir og grúir af enn minni klíkum, sem allar hafa fundið sann- leikann og eru þó hver annarri fjandsamlegar. Kristindómurinn er ekkert annað en stóreflis trúarklíka, Sem berst um valdið yfir hugsunar- ^ætti mannkynsins gegn öðrum v°ldugum trúarklíkum, svo sem Mú- hameðstrú, Búddhatrú og Brama- trú. Og þær heyja aftur harðvítuga orrahríð sín á milli um sama valdið. A|lar hugsjónir eru flokksmál, þar til vaninn hefur gert þær að alls- herJar sannleik.“ (5) ^Þessi skoðun kann að þykja heyra num ííma til, og hafi hún einhvern fo 3 við rök að styðjast þá séu ^gSendur hennar löngu brotsnar. En u Ur en viö hugum að rökunum gegn no-^ri skoðun skulum við víkja að hen rUm rei<um sem færa ma fyr'r iaust' ^enn' ti! stuðnings mætti ef- forn nefna ýmis kristinréttarákvæði söq i°^ n^ sjálfsögðu vísa til kirk^ Staðreynda sem sýna að ^1" hetur ávallt verið ver- br50* Valdastofnun og kristin trúar- vaiHu beinlínis taeki til stjórnunar og k6nnnjnUr °9 dýpri rök er að finna í ■nnar ^arls Marx um stöðu krist- arrar hU9myndafræði (sem og ann- Hér Ve k myndafræði) ' Þjóðfélaginu. legrj \ Ur ei<i<i 9er® grein fyrir sögu- efmshyggju Marx eins Qg vert væri, en einungis nefnd örfá aðalat- riði. (Af sjálfu leiðir að um verulegan rökstuðning getur ekki orðið að ræða, auk þess er ekki um beina endursögn að ræða á kenningum Marx.) Fyrsta meginatriðið í kenningu Marx er að hugmyndafræði manna ráðist af því hvernig menn lifa stöðu sína í þjóðfélaginu: hugmyndafræðin endur- spegli þannig lífsreynslu manna og vitund um sjálfa sig í samskiptum þeirra við aðra; hún sé samsafn hug- mynda sem fólk geri sér um sjálft sig og félagslegan veruleika sinn, en ekki lýsing á raunverulegum högum fólks eða aðstæðum. Um leið gefi hug- myndafræðin alranga mynd af raun- verulegum félagsvenslum manna; mynd hennar sé samofin óskum manna og draumum sem einmitt séu sprottnir af óánægju þeirra með raun- veruleg lífsskilyrði sín. Hugmynda- fræðin feli því ( sér öfugsnúna mynd af félagslegum veruleika og raunveru- legri stöðu manna. Skýrasta dæmið um þetta séu hugmyndir manna um frelsi einstaklinganna: Meðal þjóða sem búa við hróplegast misrétti og binda þegna sína á bás, lofa menn frelsið hástöfum og prísa alla þá Ijóm- andi kosti sem völ er á, ef ekki í þessu lífi þá í öðru. Þessi skoðun felur í sér tvö megin- atriði: Hið fyrra er að inntak hug- myndafræðilegra skoðana, þ. e. sú merking sem þær hafa í augum þeirra sem bera þær fram, sé yfirborðsfyrir- bæri, hin dýpri merking þeirra sé fólg- in í skrískotun til hins félagslega veru- leika; hið síðara er að hugmyndafræði manna beri að skilja í Ijósi afstöðu manna til hlutskiptis síns í heiminum: 59

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.