Kirkjuritið - 01.04.1978, Page 72

Kirkjuritið - 01.04.1978, Page 72
verks hans. Vér fórnum honum ekki, eins og hann þyrfti gjafa vorra við, heldur til að færa þakkir hans hátign- ardýrð og helga fórnargjafirnar.“ Adv Haer. IV. 18, 3. Þó Guð þarfnist ekki vorra muna við, þá höfum vér þörf fyrir að fórna Guði, eins og Salómon segir: ,,Sá lánar Drottni, er líknar fá- tækum“. (Orðskv. 19,17). í fyrstu gengu gjafir þessar til fátækra, en síðar einnig til að reka kirkjuhúsið, og eftir að biskups- og prestsþjónusta urðu fullt starf, þá tók söfnuðurinn einnig að sér að sjá fyrir nauðþurft- um þeirra. Á kirkjuþingi í Hippo 393 var bann- að að færa til altaris annað en það, sem þurfti til þjónustunnar, — aðrar gjafir átti að færa prestum og djákn- um fyrir eða eftir embættið. Þegar þessi fórnaraðferð lagðist niður, sem líklega hefur gerzt á 10. öld, var tíund upp tekin til að standa undir útgjöldum safnaðarins. Á 11. öld þekktist ekki að gefa annað en pen- inga. Fórnarathöfn þessi fór þannig fram, að fyrst fórnuðu karlmenn, síðan kon- ur, sem oft færðu brauð, sem þær sjálfar höfðu bakað. Með þeim voru og börn, er gáfu vatn til að blanda í vínið, af því að þau áttu ekki annað, — en að gefa (fórna) þurftu þau líka. Prestur gekk til móts við gönguna ásamt klerkum þeim, er þjónuðu með honum við altarið og sameinuðust þeir göngunni til að færa gjafir sínar ásamt söfnuði. Með því var undirstrik- uð eining Guðs lýðs. Djáknar tóku við gjöfum þeim, sem færðar voru til altaris. Settu þeir brauðið á stóran disk (patínu) og vínið í stórt ílát (kaleik) og stóð hvort tveggja við altarið, en ekki á því. Hippolytus (3- öld) segir, að síðan hafi djákni fsert gjafirnar biskupi á altarið og þá hafi biskup og prestar lagt hendur yfir gjafirnar og blessað þær. Þess var vandlega gætt, að engit bæru fram gjafir nema þeir, sem voru fullgildir meðlimir kirkjunnar og giitu um það sömu reglur og um aðgang að sakramentinu, enda var sjálfsagt, að sá, sem gekk til altaris, færði og fórn sína. Biskupum, prestum og djáknun1 var stranglega boðið að gæta þess, a^ engir óverðugir, s.s. þjófar, saurlífs' menn, okrarar eða ósáttir (sbr. Matth- 5, 23) bæru fram gjafir. Þar sem fórnarathöfn þessi er nU horfin úr kirkju vorri er söngur þesSi ekki orðinn annað en eftirómur predik' unarinnar eða inngangur að sakra mentinu. Með brottfalli fórnarinnar úr mess unni hverfur mikilvægt atriði kristinn ar guðsdýrkunar burt án þess að nok uð hafi komið í þess stað. 70

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.