Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 10

Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 10
ur verið prestur í Blöndudalshólum og í Goðdölum um sinn og var nú á sextugasta og sjöunda ári. Hann var af prestakyni og frændmargur í prestastétt. Hann varð fyrsti formað- ur prestafélagsins, en síra Zóphónías tók við formennskunni af honum að ári liðnu. Fyrri kona síra Hjörleifs var Guðlaug Eyjólfsdóttir frá Gíslastöð- um á Völlum, en kunnastir barna þeirra urðu rithöfundurinn Einar H. Kvaran og síra Jósef á Breiðabólstað á Skógarströnd. Síðari kona síra Hjörleifs var Björg Einarsdóttir frá Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi, en son þeirra varsíraTryggvi H. Kvaran á Mælifelli. Síra Hörleifur dó í Reykja- vík árið 1910. Síra Stefán M. Jónsson, prestur á Auðkúlu, er lengst til hægri í fremstu röð. Hann hafði áður verið prestur á Bergsstöðum og var á fertugasta og sjöunda ári, þegar hér var komið sögu. Síra Stefán var dáður radd- maður og þótti skörulegur prestur. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þorbjörg Halldórsdóttir frá Úlfs- stöðum í Loðmundarfirði. Meðal barna þeirra voru þeir síra Eiríkur, er sat nærri hálfa öld á Torfastöðum í Biskupstungum, og síra Björn, ersíð- ast var á Auðkúlu. Síðari kona síra Stefáns var Þóra, dóttir síra Jóns Þórðarsonar, prests á Auðkúlu, al- systir síra Theodórs á Bægisá. Þau áttu tvær dætur, og var önnur þeirra Sigríður, kona síra Gunnars Árna- sonar. Síra Stefán dó 17. júní 1930 á Auðkúlu. Síra Árni Björnsson, prestur á Sauðárkróki, er lengst til vinstrri í annarri röð. Stofnfundurinn var hald- 168 inn að heimili hans, prestsetrinu á Sauðárkróki. Síra Árni var þá tæpra þrjátíu og fimm ára. Hann var einn þriggja systkinasona, er prestar voru samtímis um sína daga. Hinir voru síra Arnór Árnason í Hvammi og Síra Ludvig Knudsen á Breiðabólstað. Síra Árni fékk síðar Garða á Álftanesi og sat í Hafnarfirði frá 1928. Kona hans var Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, systir Jóhanns, rithöfundar. Þau áttu ellefu börn. Einna kunnust þeirra munu síra Sig- urjón Þ. Árnason, Árni Björn, læknir á Grenivík og Sigurlaug, húsfreyja að Hraunkoti í Lóni. Síra Árni andaðist í Hafnarfirði í marz 1932. Síra Hálfdán Gudjónsson, prestur að Breiðabólstað í Vesturhópi. Hann var þrjátíu og fimm ára og þeir síra Árni því jafnaldrar. Var hann son síra Guðjóns Hálfdánarsonar, bróður Helga lektors Hálfdánarsonar, og konu hans, Sigríðar, dóttur síra Ste- fáns Stephensens á Reynivöllum. Hann vígðist til Goðdala, fékk síðar Breiðabólstað í Vesturhópi og síðast Reynistaðarklaustursprestakall, er síra Árni Björnsson fór suður. Arið 1928 varð hann annar vígslubiskup Hólastiftis, að síra Geir Sæmunds- syni látnum. Kona hans var Herdis Pétursdóttir frá Álfgeirsvöllum í Lýt- ingsstaðahreppi, móðursystir síra Þorsteins Briems. Son þeirra er Helg' Hálfdánarson, rithöfundur. Síra Hálf- dán var formaður Félags presta í hinu forna Hólastifti frá 1928 til dauða- dags, 7. marz 1937. S/'ra Björn L.BIöndal, prestur á Hofi á Skagaströnd, aðeins tæpra tuttugu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.