Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 10
ur verið prestur í Blöndudalshólum og í Goðdölum um sinn og var nú á sextugasta og sjöunda ári. Hann var af prestakyni og frændmargur í prestastétt. Hann varð fyrsti formað- ur prestafélagsins, en síra Zóphónías tók við formennskunni af honum að ári liðnu. Fyrri kona síra Hjörleifs var Guðlaug Eyjólfsdóttir frá Gíslastöð- um á Völlum, en kunnastir barna þeirra urðu rithöfundurinn Einar H. Kvaran og síra Jósef á Breiðabólstað á Skógarströnd. Síðari kona síra Hjörleifs var Björg Einarsdóttir frá Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi, en son þeirra varsíraTryggvi H. Kvaran á Mælifelli. Síra Hörleifur dó í Reykja- vík árið 1910. Síra Stefán M. Jónsson, prestur á Auðkúlu, er lengst til hægri í fremstu röð. Hann hafði áður verið prestur á Bergsstöðum og var á fertugasta og sjöunda ári, þegar hér var komið sögu. Síra Stefán var dáður radd- maður og þótti skörulegur prestur. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þorbjörg Halldórsdóttir frá Úlfs- stöðum í Loðmundarfirði. Meðal barna þeirra voru þeir síra Eiríkur, er sat nærri hálfa öld á Torfastöðum í Biskupstungum, og síra Björn, ersíð- ast var á Auðkúlu. Síðari kona síra Stefáns var Þóra, dóttir síra Jóns Þórðarsonar, prests á Auðkúlu, al- systir síra Theodórs á Bægisá. Þau áttu tvær dætur, og var önnur þeirra Sigríður, kona síra Gunnars Árna- sonar. Síra Stefán dó 17. júní 1930 á Auðkúlu. Síra Árni Björnsson, prestur á Sauðárkróki, er lengst til vinstrri í annarri röð. Stofnfundurinn var hald- 168 inn að heimili hans, prestsetrinu á Sauðárkróki. Síra Árni var þá tæpra þrjátíu og fimm ára. Hann var einn þriggja systkinasona, er prestar voru samtímis um sína daga. Hinir voru síra Arnór Árnason í Hvammi og Síra Ludvig Knudsen á Breiðabólstað. Síra Árni fékk síðar Garða á Álftanesi og sat í Hafnarfirði frá 1928. Kona hans var Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, systir Jóhanns, rithöfundar. Þau áttu ellefu börn. Einna kunnust þeirra munu síra Sig- urjón Þ. Árnason, Árni Björn, læknir á Grenivík og Sigurlaug, húsfreyja að Hraunkoti í Lóni. Síra Árni andaðist í Hafnarfirði í marz 1932. Síra Hálfdán Gudjónsson, prestur að Breiðabólstað í Vesturhópi. Hann var þrjátíu og fimm ára og þeir síra Árni því jafnaldrar. Var hann son síra Guðjóns Hálfdánarsonar, bróður Helga lektors Hálfdánarsonar, og konu hans, Sigríðar, dóttur síra Ste- fáns Stephensens á Reynivöllum. Hann vígðist til Goðdala, fékk síðar Breiðabólstað í Vesturhópi og síðast Reynistaðarklaustursprestakall, er síra Árni Björnsson fór suður. Arið 1928 varð hann annar vígslubiskup Hólastiftis, að síra Geir Sæmunds- syni látnum. Kona hans var Herdis Pétursdóttir frá Álfgeirsvöllum í Lýt- ingsstaðahreppi, móðursystir síra Þorsteins Briems. Son þeirra er Helg' Hálfdánarson, rithöfundur. Síra Hálf- dán var formaður Félags presta í hinu forna Hólastifti frá 1928 til dauða- dags, 7. marz 1937. S/'ra Björn L.BIöndal, prestur á Hofi á Skagaströnd, aðeins tæpra tuttugu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.