Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 24

Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 24
gefið nafn með tilheyrandi siðvenju, og ég hef svo staðið við hefilbekk eða járnsög í hempu og rykkilíni, lesið sálm og flutt síðan gamla sjóferða- bæn úr Bænabók Sigurðar Pálsson- ar. Síðast hef ég svo venjulega lagt út af einhverjum texta úr Postulasög- unni, eins og á sjómannadögurn, og haldið ræðu og þá oft hagað orðum eftir því, hvert bátarnir fara, fléttað einhvern sögulegan þráð þar inn í. Ég minntist þess t. d., þegar Suðureyr- ingar áttu í hlut, hve þeir voru dug- legirað byggja kirkju. Þar næst hef ég svo haft bænagjörð og blessað skip- ið, en lesið sálm á eftir. Fram- kvæmdastjórinn hefur svo flutt þakkarorð til allra, sem hafa unnið að skipinu og beðið því blessunar. Stundum hafa einhverjir flutt kvæði einnig við vígsluna. Lambhúshetta og kamfóruglas - Fyrsta messan, sem ég hafði, var þríheilög, heldur síra Pétur áfram. Það var á Skagaströnd. Ég var settur inn í embætti af síra Birni prófasti Stefánssyni á Auðkúlu. Síðan fermdi ég sjö börn, held ég, og skírði tvö. Og svo hafði ég altarisgöngu áeftir. — Og þetta var fyrsta messan hjá þér? Það hefurekki verið lítið. - Nei, það varekki lítið. - Og hafðir þú undirbúið þessi börn? — Já, ég hafði undirbúið þau sem óvígður maður, hafði verið þar áður í tvo mánuði. - Hvernig var þértekið þarna? - Mér var tekið vel, og ég samlag- aðist Húnvetningum fljótt. Mér leidd- 182 ist fyrsta veturinn, en það fór af. Ég var strax fyrsta veturinn harður ferða- maður. Ég var alltaf einn á þessum ferðalögum mínum og oft seint á kvöldin. Ég ferðaðist aldrei um í Ijósaskiptunum milli sex og átta, (Degar hafátt og landátt voru oft að skipta. Ég var ekkert óveðurglöggur. Það hjálpaði mér mikið, að mér líður alltaf bezt í frosti og kulda, - eða það var svo, á meðan ég var góður ferða- maður. Ég hafði alltaf tvenntmeð mér á ferðalögunum, lambhúshettu og kamfóruglas. Það hafði séra Helgi Pétur ráðlagt mértil að bæta í heitan drykk, ef ég kæmi inn og slægi að mér. - Og það hefur reynzt vel? - Það hefur reynzt ágætlega ístað- inn fyrir að hafa vín á ferðalögum. - Húnvetningarhafa reynztgóðir, segir hann svo. Og ég hefi t. d. þjónað sex kirkjum hjá þeim í sex ár, alveg frá Skaga og fram að Stafni í Svartár- dal. Það eru hundrað og tuttugu kíló- metrar, sextíu, sjötíu kílómetrar miH1 kirkna norðast og syðst. Það varð mér mikill styrkur í starf- inu, þegar ég kvæntist minni ágætu konu, Dómhildi Jónsdóttur. Hún hef- ur alltaf haft með mér sunnudaga- skóla á Skagaströnd og svo á hinum kirkjunum eftirmessu. Stundum þe9' ar góð tíð er að vetrinum, hef ég messað úti á Skaganum, en haft síð- an sunnudagaskóla á eftir með skuggamyndum og tilheyrandi barnasálmum. Svo hef ég stundum sýnt þar á eftir myndir af einhverju héraði landsins frá Fræðslumynda- safni ríkisins og skýrt þær út. Síðan er drukkið kaffi á bænum og þar me

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.