Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 71

Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 71
Um frelsi kristins manns, eftir Martein Lúther En hér sérð þú, hvers vegna trúin er með réttu svo mikils metin, að hún uppfylli öll boðorð og gjöri manninn réttlátan án allra annarra verka. Því að þú sérð hér, að hún er ein heldur fyrsta boðorðið, þar sem skipað er: Þú skalt heiðra Guð þinn. Þótt þú nú værir eintóm góð verk fram í tær, þá værir þú þó ekki réttlátur og gæfir ekki Guði dýrðina að neinu leyti, og þá héldir þú ekki alfremsta boðorðið. Því að Guð verður ekki heiðraður eins og hann er í sannleika, nema honum sé eignaðursannleik- ur og allt gott. En það gera engin góð verk, heldur aðeins trú hjartans. Hún er þess vegna réttlæti mannsins og fylling allra boðorða. Því að sá, sem heldur fyrsta höfuðboðorðið, uppfyllir vissu- lega og auðveldlega einnig hin boðorðin. En verkin eru dauðii; hlutir, geta hvorki heiðrað né vegsamað Guð, þótt þau geti gerzt og verið unnin Guði til heiðurs og vegsemdar. En vér leitum hér þess, sem er ekki unnið eins og verkin, heldur gerandans og meistara verksins, sem heiðrar Guð og vinnur verkin. Það er ekkert annað en trú hjartans, sem er höfuð og eðli guðhræðslunnar. Því að það er háskalegt og skuggalegt tal, þegar kennt er, að uppfylla skuli boð Guðs með verkum; uppfyllingin verðurað komafyrirtrúnaá undan öllum verkum, og verkin koma á eftir uppfyllingunni, eins og vér munum heyra. Úr þýðingu sr. Magnúsar Runólfssonar. 229

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.