Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 21

Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 21
Bárufleygur í brimróðri ~ Tildrög þess, aðþúfórstaðHáskól- anum, voru nokkuð sérstæð. Var ekki svo? ~ Síðast í september 1943 kom próf. Magnús Jónsson til mín og flutti mér þá ósk sína og próf. Ásmundar Guð- mundssonar, að ég tæki að mér kennslu við guðfræðideild, þar sem Sigurður Einarsson dósent myndi verða að hverfa frá starfi vetrarlangt að minnsta kosti og líklega til fram- búðar. Mér var ekki að ráði kunnugt um það, sem var að gerast í þessu sambandi og þótti málavextir sæta fíðindum, þegar þeir skýrðust nánar. Þetta kom mér í mikinn vanda. Frest hafði ég skamman, kennsla átti að hefjast innan skamms, mér gafst ekkert ráðrúm til undirbúnings, ef ég legði út í þetta. Mér lék þá enginn hugur á að hætta að vera sóknarprest- Ur. þó að háskólakennsla hefði efa- laust freistað mín fyrr. Ég hafði að ósk ðeildarinnar flutt fyrirlestra í trúar- bragðasögu veturna tvo á undan. Stúdentana þekkti ég, sumir þeirra höfðu oft verið við guðsþjónustu hjá rner- Tíu stúdentar voru á síðasta ári, mar9ir þeirra kappar í námi. Ég kveið ekki samskiptum við stúdenta, þó að a9 fyndi mig vanbúinn til þess að vaða ut í þetta fyrirvaralaust, jafnhliða Prestskapnum. En fyrst og fremst var vandamálið Pað, að það blasti við, að ef embættið °snaði, - en prófessorarnir tveir 9engu að því vísu, - þá væri ég sið- erðilega skuldbundinn til þess að sækja um það, ef ég gengi í það vand- ræði, sem deildin var komin í og tæki að mér að verða einskonar báru- fleygur í brimróðri hennar. En þannig var málavöxtum háttað. Við próf. Magnús ræddumst lengi við af fullri hreinskilni. M. a. gekk ég eftir því hvort ekki hefði verið leitað til sr. Björns Magnússonar, sem varð á sín- um tíma að víkja fyrir sr. Sigurði Ein- arssyni, þótt búið væri að setja sr. Björn og hann hefði eindreginn stuðning deildarkennaranna. Þetta mál var mér í fersku minni, sú hríðin buldi á deildinni veturinn, sem ég var að Ijúka mér af þar. Ég taldi, eins og fleiri, að pólitík hefði verið ( þessu tafli og bitnað ómaklega á sr. Birni. Því studdi ég hann þennan vetur. Próf. Magnús sagði, að ekki hefði verið leitað til sr. Björns og að það lægi ekki fyrir, enda ekki heppilegt eins og á stæði. Kvaðst hann heldur ekki vita, hvort honum léki hugur á starfinu, úr því sem komið var. Ég er að rifja þetta upp vegna þess, sem síðar gerðist. Það fór svo, að við sr. Björn urðum keppinautar, þegar embættið var auglýst, og deildin studdi hann og mótmælti, þegar ég fékk veitingu. Það var dálítið óþægi- legur eftirleikur, en dró engan dilk á eftir ^ér í samskiptum okkar dr. Björns. Hvorki þetta né skoðanamun- ur skyggði á samstarfið við þann góða dreng, þau mörgu ár, sem við vorum samkennarar. Próf. Magnús var málafylgjumað- ur, svo sem kunnugter, og hann lagði fast að mér þarna í september 1943. Hann var deildarforseti. Próf. Ás- mundur tók fast í sama streng í sím- 259

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.