Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 21
Bárufleygur í brimróðri ~ Tildrög þess, aðþúfórstaðHáskól- anum, voru nokkuð sérstæð. Var ekki svo? ~ Síðast í september 1943 kom próf. Magnús Jónsson til mín og flutti mér þá ósk sína og próf. Ásmundar Guð- mundssonar, að ég tæki að mér kennslu við guðfræðideild, þar sem Sigurður Einarsson dósent myndi verða að hverfa frá starfi vetrarlangt að minnsta kosti og líklega til fram- búðar. Mér var ekki að ráði kunnugt um það, sem var að gerast í þessu sambandi og þótti málavextir sæta fíðindum, þegar þeir skýrðust nánar. Þetta kom mér í mikinn vanda. Frest hafði ég skamman, kennsla átti að hefjast innan skamms, mér gafst ekkert ráðrúm til undirbúnings, ef ég legði út í þetta. Mér lék þá enginn hugur á að hætta að vera sóknarprest- Ur. þó að háskólakennsla hefði efa- laust freistað mín fyrr. Ég hafði að ósk ðeildarinnar flutt fyrirlestra í trúar- bragðasögu veturna tvo á undan. Stúdentana þekkti ég, sumir þeirra höfðu oft verið við guðsþjónustu hjá rner- Tíu stúdentar voru á síðasta ári, mar9ir þeirra kappar í námi. Ég kveið ekki samskiptum við stúdenta, þó að a9 fyndi mig vanbúinn til þess að vaða ut í þetta fyrirvaralaust, jafnhliða Prestskapnum. En fyrst og fremst var vandamálið Pað, að það blasti við, að ef embættið °snaði, - en prófessorarnir tveir 9engu að því vísu, - þá væri ég sið- erðilega skuldbundinn til þess að sækja um það, ef ég gengi í það vand- ræði, sem deildin var komin í og tæki að mér að verða einskonar báru- fleygur í brimróðri hennar. En þannig var málavöxtum háttað. Við próf. Magnús ræddumst lengi við af fullri hreinskilni. M. a. gekk ég eftir því hvort ekki hefði verið leitað til sr. Björns Magnússonar, sem varð á sín- um tíma að víkja fyrir sr. Sigurði Ein- arssyni, þótt búið væri að setja sr. Björn og hann hefði eindreginn stuðning deildarkennaranna. Þetta mál var mér í fersku minni, sú hríðin buldi á deildinni veturinn, sem ég var að Ijúka mér af þar. Ég taldi, eins og fleiri, að pólitík hefði verið ( þessu tafli og bitnað ómaklega á sr. Birni. Því studdi ég hann þennan vetur. Próf. Magnús sagði, að ekki hefði verið leitað til sr. Björns og að það lægi ekki fyrir, enda ekki heppilegt eins og á stæði. Kvaðst hann heldur ekki vita, hvort honum léki hugur á starfinu, úr því sem komið var. Ég er að rifja þetta upp vegna þess, sem síðar gerðist. Það fór svo, að við sr. Björn urðum keppinautar, þegar embættið var auglýst, og deildin studdi hann og mótmælti, þegar ég fékk veitingu. Það var dálítið óþægi- legur eftirleikur, en dró engan dilk á eftir ^ér í samskiptum okkar dr. Björns. Hvorki þetta né skoðanamun- ur skyggði á samstarfið við þann góða dreng, þau mörgu ár, sem við vorum samkennarar. Próf. Magnús var málafylgjumað- ur, svo sem kunnugter, og hann lagði fast að mér þarna í september 1943. Hann var deildarforseti. Próf. Ás- mundur tók fast í sama streng í sím- 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.