Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 53

Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 53
biblíulestri. Síra Eiríkur J. Ei- ríksson, prófastur, las fyrir og skýrði 9- kafla Rómverjabréfsins. Þá flutti Björn Helge Sandvei, lektor við Menighetsfakultetet í Osló, erindi um Gýðinga og gyðingdóm í samtíð, og eftir hádegi ræddi dr. Björn Fjárstedt, fraeðslustjóri við Kristniboðsstofnun Sænsku kirkjunnar, um ísrael sem fyrirmynd þjóðanna. Á eftir síðara erindinu urðu nokkrar almennar um- raeður. Um kvöldið efndu Finnar til kvöldvöku og stjórnaði síra Alpo Hukka henni. Fjallaði hann einkum um starf finnska kristniboðsfélagsins ' Jerúsalem. Síra Alpo Hukka er forstöðumaður ^innska kristniboðsfélagsins, sem er e|n hinna viðamestu kristniboðs- stofnana í norðurálfu. Hann starfaði uni skeið sem kristniboði í Namibíu. Að morgni laugardags 23. sept., fór síra Magnús Guðjónsson yfir 10. ^afla Rómverjabréfsins, en eftir há- Ue9i voru haldin tvö erindi. Síra Axel Jorm, sonur hins kunna prófessors, Fredriks Torms, hélt fyrra erindið og 'jallaði umafstöðu nútímaGyðingatil lesu- Hann var um áratugi formaður a9nska Gyðingakristniboðsfélagsins °9 er nú formaður hinnar Norrænu s9rnstarfsnefndar og hinnar lút- nersku evrópunefndar um kirkju og 9yðingdóm, LEKKJ, en hún starfar á ^gum Lútherska heimssambands- ns- Síðara erindið hélt dr. Magne ®bö, prófessorvið Menighetsfakul- e'et í Osló. Fjallaði hann um endur- . at kirknanna á afstöðunni til Gyð- T*9a. Sæbö er nú formaður Norska yoingakristniboðsins. t-lm kvöldið stjórnaði Karl William Weyde, lektor við Menighets- fakultetet, kvöldvöku um kristniboð Norðmanna. Weyde er kennari í Gamla testamentisfræðum, eins og dr. Sæbö. Sandvei, sem fyrrgetur, ber hins vegar ábyrgð á allri grísku- kennslu við Menighetsfakultetet. Sunnudag, 24. sept. hafði síra Kol- beinn Þorleifsson stutta morgunhug- vekju, en eftir morgunverð flutti frú Gun Friedner, sem er guðfræðingur og veitir forstöðu þeirri deild Kristni- boðsstofnunar Sænsku kirkjunnar, er fjallar um samskipti kirkju og Gyð- inga, erindi um kristniboð og/eða samræður. Erindið var afar vandað og málflutningur snjall, en efnið er við- kvæmt og hleypir auðveldlega kappi í kinn, enda urðu nokkuð heitar um- ræðurað því loknu. Við messu eftir hádegi prédikaði síra Torm í stað dr. Sigurbjarnar bisk- ups, sem ekki gat komið því við að vera í Skálholti þann dag. Síðdegis flutti síraTorm einnig erindi um Mess- íasarvonir Gyðinga annars vegar og kristinna hins vegar. Um kvöldið héldu svo tvær finnskar listakonur tónleika í Skálholstskirkju. Marja-Liisa Nurm- inen söng hebreska Biblíu- og bæna- söngva og nokkrar aríur eftir Hándel, og Gunnvor Helander, tónlistarstjóri Finnska kristniboðsfélagsins lék und- ir. Jafnframt lék Gunnvor Helander verk eftir Vivaldi og Bach. Marja-Liisa Nurminen er tónlistarkennari að at- vinnu og hefur mjög fagra sópran- rödd. Hún starfaði ásamt manni sínum á vegum Finnska kristniboðsfélagsins í Jerúsalem á árunum 1964-1969 og stundaði þá jafnframt söngnám hjá Dimitri Rocco, prófessor, sem er 291

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.